5.10.2008 | 14:39
Hvað er rangt og hvað er rétt, hvað fráleitt og hvað er frétt?
Eitt af því sem er hvað mest áberandi í núverandi ástandi, er hvað það er í raun erfitt fyrir almenning að gera sér grein fyrir því hvað er að gerast. Gengið á yfirlýsingum virðist ekki vera hátt og vísa gjarna í sitthvora áttina.
Ég efast ekki um að Dr. Portes er hinn mætasti maður og ágætis hagfræðingur. Einhvern veginn efast ég þó um að hann hafi allar upplýsingar við hendina til að tala jafn afdráttarlaust og hann gerir nú um Glitni. En auðvitað hef ég það ekki heldur.
En ekki man ég betur en að Northern Rock bankinn í Bretlandi, hafi fengið lán til þrautavara, áður en hann var svo endanlega ríkisvæddur. Sjálfsagt hefur einhverjum þótt það fráleitt nokkru áður.
Á vef RUV má lesa eftirfarandi frétt:
"Þýskur stórbanki á barmi gjaldþrots
Þýski fasteignalánabankinn Hypo Real Estate rambar á barmi gjaldþrots eftir að sameiginlegar björgunaraðgerðir þýska ríkisins, banka og tryggingafélaga fóru út um þúfur.
Þýska stjórnin stóð fyrir aðgerðunum. Samkomulag náðist með miklum erfiðsmunum að morgni föstudags um að veita HRE-bankanum lánalínur upp á 35 miljarða evra, eða um 5500 miljarða króna, en það reyndist ekki nóg. Að sögn tímaritsins Spiegel komst Deutsche Bank að því að lánaþörf HRE-bankans væri mun meiri eða allt að 10 miljaðrar evra.
HRE-bankinn sagði í stuttorðri tilkynningu í gærkvöld að verið væri að kanna aðra möguleika og að stærstu hluthafarnir styddu bankann. Formælandi þýska fjármálaráðuneytisins sagði að fregnin kæmi á óvart og að málið yrði skoðað nánar í dag. HRE-bankinn er ein stærsta lánastofnun Evrópu. Angela merkel, kanslari Þýskalands, ætlar síðar í dag að tjá sig um framtíð bankans."
Sjálfsagt hefði einhverjum þótt þetta fráleitt, fyrir viku, eða 10 dögum síðan.
En það kostar ekki mikið að mæla fram stórkarlalegar yfirlýsingar, eða hafa þær eftir. Þær geta þó kostað mikið áður en yfir lýkur.
Fráleitt að Glitnir hefði orðið gjaldþrota" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hárrétt. Stóru orðin ber að spara. Allir bankar sem geta ekki fjármagnað sig áfram lenda í sömu sporum og fyrirvarinn á lánsfjárþurrðinni er enginn, virðist vera.
Magnús Vignir Árnason, 5.10.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.