4.10.2008 | 04:26
Auraleysi um allan heim - Hvar bíða peningarnir?
Það er misjafnt hvernig einstaklingar takast á við þá niðursveiflu sem ríkir á Íslandi þessa dagana. Margir leita lausna, hvort sem er fyrir sig persónulega eða þjóðina. En það eru hvorki margar lausnir eða miklir peningar sem liggja á lausu nú um stundir.
Aðrir leggjast í leit að sökudólgum og í huga margra er enginn skortur á þeim. Rifist er um hvort að kreppan sé heimatilbúin eða eingöngu afleiðing lánsfjárkreppunnar sem tröllríður heiminum. Það er margt sem er hægt að rífast um.
Vissulega væri engin kreppa á Íslandi ef fáir eða engir hefðu tekið lán, ef minna hefði verið byggt, ef margur hefði lagt minna undir. En líklega væri velmegunin og velferðin heldur ekki svona mikil.
En það þarf að framleiða meira, selja meira, flytja út meira og fá inn í landið meiri erlenda fjárfestingu. Lykillinn að því er að nýta auðlindir landsins, það er ekkert annað í boði.
En við slíkar aðstæður, sem nú ríkja er vissulega áríðandi að tala varlega, spádómar um gjaldþrot, vöruþurrð og annað slíkt, auka vissulega möguleikann á því að einmitt það ástand skapist. Að fólk sjái það vænlegast að festa sparifé sitt í þurkuðum núðlum og bökuðum baunum.
En það er víðar en á Íslandi sem eru erfiðleikar, og víða eru þeir meiri og stærri í sniðum.
Á vef Globe and Mail mátti lesa í dag, grein um hvernig lánsfjárkrísan er að leika Bandaríkin, einstaklingar, fyrirtæki og ríki þarlend eru að komast í þrot. Þau eru hver um sig mikið stærri en Ísland og þurfa ekki erlendan gjaldeyri, aðeins reiðufé, en það er af skornum skammti.
Við þessar aðstæður er ekki auðvelt fyrir land af stærð Íslands að finna lánsfé. 300 þúsund sálir þykja ekki ýkja merkilegt veð, sérstaklega þegar bankarnir eru af stærð sem hæfir milljónaþjóðum.
Peningarnir eru vissulega til staðar og hafa safnast saman í ýmsum bönkum og sjóðum. En þeir sem hafa þá vilja ekki lána þá. Þeir bíða, sjá til og treysta því sem næst engum.
Í greininni má lesa meðal annars:
"In the chaotic two weeks it took to get a monster bank rescue through the U.S. Congress, the credit crisis has spread like a virus, infecting people and companies far beyond its epicentre in U.S. housing.
Many Americans can't get car loans. Companies of all kinds are struggling to secure operating cash. Banks and brokerages are too afraid to lend to each other. And many state and local governments are facing financial ruin because they can't issue bonds to pay for roads, schools and other essential services.
California Governor Arnold Schwarzenegger, the former tough-guy actor, sounded like a frightened man as he begged U.S. Treasury Secretary Henry Paulson this week for a $7-billion (U.S.) emergency loan.
Absent a clear resolution to this financial crisis, California and other states may be unable to obtain the necessary level of financing to maintain government operations and may be forced to turn to the federal treasury for short-term financing, the Governor wrote to Mr. Paulson. California is so large that our short cash-flow needs exceed the entire budget of some states."
"The situation in the commercial paper market is particularly worrisome. Otherwise solvent companies risk going into default because they can't roll over their maturing debt.
Indeed, outstanding commercial paper fell by more than $97-billion in the week ended Oct. 1, the U.S. Federal Reserve said this week.
Commercial credit markets have begun to take on the atmosphere of a back-alley, loan-shark operation. On Thursday, nearly 100 corporate treasurers from across the United States joined in an emergency conference call to complain of problems renewing lines of credit, including exorbitant fees and interest rates, driven higher by fear as much as fundamentals.
It is now clear that the U.S. financial system is in cardiac arrest, economist Nouriel Roubini of New York University warned ominously Friday."
"The latest in a wave of grim economic news was a report Friday that 159,000 jobs vanished in September the most in five years.
Beyond the attention-grabbing crisis in financial markets, the long-running crisis in the real economy continues, said Jared Bernstein, senior economist with the Economic Policy Institute in Washington.
U.S. factories are gearing down, consumers are pulling back and the housing market has yet to find a bottom. Consider that lenders in the three counties that make up South Florida have foreclosed on residential properties worth more than $14-billion (U.S.) so far this year, according to a new report by consultant Peter Zalewski of Condo Vultures, and that's just one of dozens of key U.S. real estate markets."
"While the credit crunch has been sucking money out of the banking system, enormous pools of capital, including foreign pension funds, sovereign wealth funds, and private family institutions have been building up.
These pools of capital are waiting on the sidelines and preparing to deploy, CIBC chief financial officer Gerald McCaughey said in an interview Friday.
The U.S. bailout program could be one of the catalysts that tells them it is time to get moving if they want to invest, he said."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.