30.9.2008 | 04:44
Það er eitthvað rotið í bílskúr Ferrari
Ég hafði ekki tíma til að skrifa neitt um Formúluna í gærdag. Ef til vill var það eins gott, þar sem ég var ekki mjög kátur þegar henni lauk í gærmorgun.
Keppnin var ekki auðveld áhorfs fyrir okkur Ferrari aðdáendur. Enn einu sinni þurftum við að horfa upp á stórt klúður í bílskúrnum og enn einu sinni þurftum við að horfa upp á Kimi Raikkonen koma í mark án stiga. Þessi keppni var þó enn verri, þar sem hvorugur ökumaðurinn náði stigi og liðið missti forystu sína í keppni bílsmiða.
En það er ljóst að breytinga er þörf í bílskúrnum. Nýja kerfið með ljósunum og án "sleikipinnans" er ekki að gera sig og því fylgja mistök. Mistök sem eru dýrkeypt.
En keppnin var að mörgu leyti skemmtileg áhorfs, brautarstæðið fallegt og nokkuð mikil "aktíon". Ég get þó ekki varist þeirri tilhugsun að það hafi fyrst og fremst verið öryggisbílinn sem stjórnaði keppninni, og færði í hana virkilega spennu. Án hans og þeirra óhappa sem kölluðu hann inn, er alveg eins líklegt að keppnin hefði ekki orðið verulega spennandi.
En Alonso var vel að sigrinum kominn, keyrði af öryggi og tók réttar ákvarðanir.
Hamilton og McLaren standa nú best að vígi til að innbyrð báða titlana, ég held að ef Hamilton dettur ekki úr leik í neinni þeirra, verði titillinn hans.
En það er ástæðulaust að gefast upp fyrirfram, það verður að berjast allt til enda - og taka til hendinni í bílskúrnum.
Lánið lék við Alonso | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Væntanlega best fyrir þá að hengja jólaljósaseríuna á bílskúrinn og draga síðan fram sleikipinnann sem liggur undir hrúgu af ónýtum vélum og brotnum pústgreinum í horninu.
Einar Steinsson, 3.10.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.