18.4.2006 | 21:54
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og kaffi gott
Fann þetta líka eðal kaffi í gær, eftir langa og stranga leit.
Jamaíka kaffi, nánar tiltekið Blue Mountain Blend kaffi (smá fróðleikur hér: http://www.jamaica-gleaner.com/pages/history/story0029.html) þetta er hreint snildarkaffi, bragðið ferskt, sterkt og ljúft. Verðið var meira að segja gott, það gerist eiginlega ekki mikið betra en þetta. Ásamt Bob Marley er þetta það besta sem ég hef upplifað frá Jamaíka.
Núna þarf ég líklega að byrja að spara fyrir hreinu og ósviknu Blue Mountain kaffi, en þar er hinsvegar um að ræða annan verðflokk, en ef Blue Mountain Blend nær því að vera þetta gott, þá hlýtur hreint Blue Mountain að vera hreinn unaður.
Nú þarf ég bara að finna mér góða kaffikvörn, áður en ég eyðilegg töfrasprotann á heimilinu, en hann er núna notaður til mölunar.
Svona fyrst ég er farinn að tjá mig um innkaup, þá gerði ég fín kaup í LCD skjá í dag, keypti mér Samsung 940B, 19" skjá. Að setja gamla túpuskjáinn til hliðar er góð upplifun, orðið tímabært að koma sér inn í 21stu öldina, núna þarf ég bara að kaupa mér nýja tölvu og verð þá orðinn fær í flestan sjó.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.