Endurgreiðsla frá súpermarkaðnum

Við fengum í póstinum í gær, okkar árlegu endurgreiðslu frá súpermarkaðnum.  Þetta árið hljóðaði hún upp á 216 dollara, það gleður alltaf að fá peninga í pósti.

En ávísunin er frá Costco, stórri Bandarískri heildsölu/súpermarkaðskeðju og gildir aðeins þar (þeir gefa þó reiðufé til baka upp að vissu marki fyrir ávísanirnar).  Það verður að koma fram að til þess að njóta þessarar endurgreiðslu (og að geta verslað þar) greiðum við 100 dollara á ári í árgjald.  Nettó endurgreiðslan er því aðeins 116 dollarar en það er vissulega betra en ekkert, sérstaklega þegar haft er í huga að í versluninni er alla jafna afar ódýrt verð.  Stundum þarf þó að kaupa nokkurt magn.

En þetta þýðir að Bjórárfólkið hefur keypt í versluninn fyrir u.þ.b. 11.000 dollar á síðastliðnu ári, því endurgreiðslan er 2% (með örfáum undantekningum).

En við verslum ekki eingöngu matvöru, heldur má kaupa hjá þeim býsna margt af því sem fæst á milli himins og jarðar.  Tölvuvörur, sjónvörp, fatnað, bækur, leikföng, frystikistur og verkfæri.  Svo má nefna að ég er nýbúinn að kaupa dekk hjá þeim og láta þá skipta um á bílnum okkar.

Einnig notum við ljósmyndaþjónustuna hjá þeim nokkuð mikið, en útprentuð stafræn mynd (venjuleg stærð á klukkutíma) kostar 15 cent.

En þessi endurgreiðsla kemur líklega báðum til góða, við erum ánægð með aurinn sem vissulega eykur ánægjuna og þar með "tryggðin" við verslunina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband