Góð þjóðnýting

Ég var að horfa á Kastljósið í Sjónvarpinu.  Þar var rætt við Tryggva Herbertsson, sem fyrir stuttu hóf störf sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og þar með líklega ríkisstjórnarinnar allrar.

Tryggvi kom afar vel fyrir í þessu viðtali, talaði rólega og augljóslega af þekkingu um málin, og það sem var ef til vill best á almennu og góðu máli.  Ekkert óþarfa orðskrúð og tækniheiti.

Hann svaraði hreinskilnislega, þó að hann færðist undan að ræða einstök mál stöðu sinnar vegna.  Hann svaraði eins og rétt er að það þarf að ná tökum á efnahagsmálum Íslendinga hver sem myntin er og í raun órökrétt að velta því fyrir sér hvort tímabært er að skipta um mynt, því Íslendingar hafa ekkert val í þeim efnum.  Krónan er þeirra mynt og verður það um ófyrirséða framtíð.

Þá fyrst EF Íslendingar ákveða að ganga í ESB, og hafa náð þeim tökum á efnahagsmálum að þeir uppfylli skilyrði til að taka upp euro, er endanlega ákvörðun tekin, metið hvort að það verði til heilla.  Allt þar til er aðeins um fjarlægan draum að ræða.

Nú þegar hafa ýmis ríki innan "Sambandsins" þurft að fresta upptöku euro, þar sem þau hafa ekki uppfyllt skilyrði til þess, þó hefur gjaldmiðill í það minnsta sumra þeirra verið bundinn eruo-inu.

En mér fannst eins og áður sagði Tryggvi standa sig vel í viðtalinu og tel að "þjóðnýtingin" á honum hafi tvímælalaust verið af hinu góða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Mér finnst nú ekkert sérstaklega þakkarvert að Tryggvi sem er á launum hjá okkur landsmönnum svari hreinskilningslega í viðtali, en hann kom vel fyrir enda nýkominn úr nokkurra vikna sólarfríi. Þú ert greinilega í Davíðs liðinu á móti ESB og Evru, þannig skynja ég það allavegana.

Einu hjó ég eftir hjá Tryggva, hann sagði mjög jákvætt að sem flestir erlendir bankar og fjármálafyrirtæki færu á hausinn, er ekki alveg að skiulja þetta ?

Skarfurinn, 17.9.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef enga trú á því að aðild að "Sambandinu" eða upptaka euro leysi öll vandamál Íslendinga.  Ég veit ekki hvort að það geri mig að meðlim í "Davíðs liðinu" eður ei. 

En þessi "ef þú ert ekki með okkur, þá ertu á móti okkur (með "þeim")" dramatík sem þú teflir fram hérna er nokkuð sérstök og líklega beint framhald af þeirri s/h umræðu sem fer fram um "Sambandið" á Íslandi.

Menn mála þetta eins og öll framtíðin snúist um aðildina að "Sambandinu" og upptöku euro eða ekki. 

En eins og staðan er í dag eru Íslendingar langt frá því að uppfylla eitt einast skilyrði um euro upptöku.  Svo má auðvitað deila um hver ávinningur af því er fyrir þjóð sem uppfyllir öll skilyrðin að ganga í myntsambandið.

Mér sýnist að lönd verði fyrir sveiflum og stjórnist af efnahagsástandi heimsins burtséð frá því hvort þau eru með euro, eru tengd því eða ekki.  Má þar nefna til sögunnar Írland, Spán, Ísland, Eistland, Nýja Sjáland og Kanada. 

Síðan spila aðstæður á hverjum stað inn í, t.d. er frekar uggvænlegt að hugsa til þess hvað stórum hluta af þjóðarframleiðslu Íslensk fyrirtæki hafa tapað á einu ári eða svo.

Það sem er mest áríðandi er að auka framleiðslu á Íslandi, auka útflutning og reyna að koma jafnvægi á viðskipti.  Að skera niður hjá hinu opinbera er líka aðkallandi.

Ekki tala ég fyrir Tryggva, en eins og ég skildi þetta fagnaði hann því að bankarnir væru látnir fara á höfuðið, en væri ekki öllum bjargað.  Það væri áríðandi að hefja "tiltektina", en ekki sópa öllu undir teppið.

Ef til vill á það líka við á Íslandi?

G. Tómas Gunnarsson, 17.9.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband