Metorð og hörundslitur

Nú þegar Obama hefur formlega verið útnefndur forsetaefni Bandarískra Demókrata, og reyndar margar undanfarnar vikur hef ég víða lesið að menn eru að viðra þá skoðun sína að Bandaríkjamenn séu ekki tilbúnir til að kjósa þeldökkan mann sem forseta. 

Margir hafa sömuleiðis viðrað þessa skoðun í mín eyru.

En það eru ekki síst Evrópubúar sem virðast hafa áhyggjur af því þessum fordómum Bandaríkjamanna.  Það leiddi hugann að því hvernig þessu er háttað í Evrópu og hvernig fólki úr minnihlutahópum hefur gengið að komast í æðstu embætti þar.

Hefur til dæmis maður af arabískum uppruna verið í forsetaframboði í Frakklandi?  Hefur þeldökkur maður, eða af Indverskum eða Pakistönskum uppruna átt möguleika á því að verða forsætiráðherra Breta?

Eiga menn von á því að frambjóðendur af Tyrkneskum ættum eigi eftir að berjast um kanslaraembættið í Þýskalandi fljótlega?

Hvað halda menn með Norðurlöndin, eiga einstaklingar með Pakistanskan bakgrunn eftir að verða forsætisráðherrar Noregs innan skamms?  Afkomendur innflytjenda eftir að leiða ríkisstjórn Danmerkur á næstu árum?

Ég velti þessu fyrir mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það skiptir kannski máli að blökkumenn hafa verið lengur meðal bandarísku þjóðarinnar en innflytjendur meðal evrópskra þjóða. En þetta eru góðar pælingar hjá þér.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.8.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vissulega hefur tíminn alltaf áhrif.  Ég hefði þó haldið að það væri tíðarandinn sem ætti að vera áhrifameiri en sjálfur tíminn.

G. Tómas Gunnarsson, 29.8.2008 kl. 13:16

3 identicon

Frakklandsforseti er ættaður frá Marokkó, já hann er af arabískum uppruna. Nasher Kadar gæti orðið forsætisráðherra Dana. Hann er Irani að uppruna.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:27

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggið Gísli.  Ég hef þó staðið í þeirri meiningu að Sarkozy væri af Ungverskum (faðir) og Grískum (móðir) uppruna. Jafnvel var talað um einhverj ögn af gyðingablóði hjá móðurinn ef ég man rétt. 

En þetta er í fyrsta sinn sem einhver segir í mín eyru að hann sé af arabískum ættum.  Hefurðu einhverjar heimildir til að benda á?

Hverjar metur þú líkurnar á því að Kadar verði forsætisráðherra Dana?

G. Tómas Gunnarsson, 29.8.2008 kl. 13:33

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Af öllu sem ég hef heyrt um kosningamálin í usa er það þjóðernishyggjan sem þar ræður för. Hver elskar Ameríku meira, hver er duglegri að umvefja sig fánanum, leggja hönd á hjartastað og þylja upp klisjurnar um "how to make America great again". Hvernig getur svartur maður með arabískt nafn átt sjens í að vinna gráhærða stríðshetju meðall-american fegurðadrottningu upp á arminn sem varaforseta?

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.8.2008 kl. 17:48

6 identicon

Þetta er svo sem ágæt pæling hjá þér:

Fordómar bandaríkjamanna byggjast á því að hvítir vilji kjósa forseta sem þeir geta samsvarað sé við ef ég skil þig rétt. Þ.e.  Að þeir hafi þroska til að líta á mannkosti Obama og gleymi að hann er svartur(Reyndar háf-svartur eða hálfhvítur eftir því hvernig á það er litið). En ekki að þeir kjósi einhvern af sama kynstofni og þeir. Það telur þú vera kynþáttafordóma. Það væri kannski hollt hjá þér að líta á hina hliðina á teningnum: Sem sé svartir bandaríkjamenn ætla að kjósa einhvern sem þeir geta samsvarað sér við. Þeir ætla að kjósa einhvern af sama kynstofni og örugglega vegna þess að hann er af sama kynstofni.

Hvernig væri nú að taka kynþáttafordóma umræðuna út úr þessu og athuga hvað frambjóðendurnir hafa að segja? Ég tel að mkill stuðningur í Evrópu við Obama sé að einhverju leiti vegna hörundlitarins. Maður er svo ofsalega frjálslyndur og fordómalaus að styðja einhvern sem er af minnihlutahópi og sérstaklega ef hann er af öðrum hörundslit en maður sjálfur.  Og gleymum því ekki að þetta eru kosningar sem maður getur ekki kosið í, þannig að í raun og veru reynir ekki á frjálslyndið og fordómaleysið.

Friðrik Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband