Klókur McCain

Það kemur mörgum eflaust á óvart að í miðjum kosningaslagnum hrósi menn keppinautnum, sem þeir hafa gert sitt besta til að ata auri undanfarna daga og vikur.

Ég held að þetta sé afar klókt hjá McCain, setur einhvern veginn "góðan fíiling" í baráttuna, þó að eflaust verði svo allt komið í sama gírinn á morgun.

En McCain hefur líka efni á að "taka ofan hattinn" eitt augnablik, byrinn virðist með honum í augnablikinu, þó ótrúlegt megi virðast nú þegar flokksþing Demokrata stendur sem hæst.

En á morgun tilkynnir hann svo um varaforsetaefni sitt, það verður fróðlegt að sjá hver verður fyrir valinu og hvernig baráttan þróast úr því, þegar flestir "taflmennirnir" eru komnir á borðið.

 


mbl.is McCain hrósar Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband