29.8.2008 | 02:44
Væri óskandi
Ég held að flestir Formúluaðdáendur fagni hraustlega ef útlit er fyrir að framúrakstur verði tíðari en nú er, persónulega er ég þó ekki of bjartsýnn.
Hermar höfðu hermt eftir því sem ég kemst næst að mikið yrði um framúrakstur í kappakstrinum í Valencia, annað kom á daginn.
Auðvitað er þetta endalus keppni, sem snýst ekki hvað síst um að gera keppinautunum eins erfitt fyrir og mögulegt er, innan ramma reglanna. Liðin ýta og pota í reglugerðirnar og reyna eftir fremsta megni að finna "matarholur" innan þeirra.
En ég er reyndar þeirrar skoðunar að það eigi að losa aðeins um reglurnar á sumum sviðum, t.d. að fella niður skyldu til að nota fleiri en eina gerð hjólbarða, leyfa að skipta um mótor á milli keppna o.s.frv.
En það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu eins og öðru.
Framúrakstur auðveldari 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.