27.8.2008 | 15:34
Smá(þjóðar)sálin
Ég sé ekki nokkra ástæðu til þess að gagnrýna að Þorgerði Katrínu fyrir að hafa farið til Kína og það tvisvar, það var eðilegt eins og atburðir þróuðust.
En það þýðir ekki að ýmislegt í þessarri frétt orkai ekki tvímælis. Hvaða þörf er t.d. á "Humphrey" Menntamálaráðuneytisins sé með í för, og það tvisvar, þar af einu sinni með maka?
Hefði kostnaðurinn ekki dregist saman um allt að 40% ef aðeins ráðherra og maki hefðu farið og það þó tvisvar?
Það er fyllsta ástæða til þess að ráðamenn dragi saman seglin, rétt eins og þeir hvetja almenning til.
En Þorgerður átti erindi til Kína, sem fulltrúi Íslendinga og fáir betur til þess fallnir að vera fulltrúi þjóðarinnar við þetta tækifæri.
P.S Hvað er svo næst, ætla fjölmiðlar að birta útreikninga yfir hvað það kostaði þjóðina að Ólafur Ragnar breytti ferðaáætlun sinni og kom heim í stað þess að halda beint til Bangladesh eins og hann gerði ráð fyrir. En þeirri ferð var aðeins frestað í 3. daga, svo að hann gæti hengt orður á silfurdrengina.
Kínaferðir kostuðu 5 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skil þig ekki að mæla þessu bruðli bót, ef ráðherra hefði farið einn í eina ferð hefði það verið í besta lagi, en þetta er skandall ekkert annað orð yfir það og Þorgeður á að skammast sín og verður aldrei kosinn aftur af mínu fólki.
Skarfurinn, 27.8.2008 kl. 15:44
Mín persónulega skoðun er sú að ráðherrann hafi átt fullt erindi til Kína og það tvisvar. Ég sé hins vegar ekki tilganginn með ferð "Humphreys".
Hvað ráðuneytisstjórinn er að gera í ferð sem þessa er eitthvað sem ég skil ekki.
G. Tómas Gunnarsson, 27.8.2008 kl. 15:51
Allt þetta bruðl með handboltaliðið er komið útfyrir allt velsæmi og ekki batnaði það með þessu þotu og þyrluflugi í dag.Svo sama segi ég Burt með Þorgerði af þingi.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 27.8.2008 kl. 15:52
100% sammála bloggara að Bjórá.
Ef til vill er það eitthvað prótókoll að ráðuneytisstjórinn fari með, ef svo er þá eru það reglur sem ég hef hvorki vit né skilning á. Og hefði raunar haldið að ef eitthvað væri þyrfti ráðuneytisstjóri frekar að vera heima meðan ráðherra heldur utan.
Ágúst Ásgeirsson, 27.8.2008 kl. 16:09
Á meðan móðir berst fyrir lífi litla barnsins síns og fær engan styrk frá ríkinu til þess http://dv.is/frettir/2008/8/27/getur-ekki-borgad-lifsbjorg-dottur/ er alltaf til nógur peningur fyrir ferðakostnaði og gistingu fyrir ráðamenn þjóðarinnar. Erum við orðin svona veruleikafirrt og með skerta siðferðiskennd eða hvað er að? Mér finnst þetta ekki í lagi.
Sigga (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 16:17
Það er engin bein tenging á milli þess að ráðherra fljúgi til Peking og að Íslenskir læknar mæli ekki með því við Tryggingastofnun að sjúklingur fái meðferði í útlöndum.
Svona rök og samanburður (sem sjást því miður alltof oft) eiga ekki rétt á sér og eru hreinlega kjánaleg.
G. Tómas Gunnarsson, 27.8.2008 kl. 17:07
Semsagt G. Tómas, þú ert svona meðvirkur í öllu ruglinu og bruðlinu hjá ráðamönnum, að þé finnst þetta allt í lagi? Þú virðist greinilega gangast svona upp í snobbinu að þú sért ekkert athugavert við þetta bruðl í menntamálaráðuneytinu? Ken og Barbie alias Kristján og Þorgerður í skemmtana- og athyglissýki sinni mega leika sér svona heimsálfa á milli á business class á okkar kostnað og það þó að við almúginn verðum að spara.
Mikið hrikalega ertu meðvirkur með svona bruðli og fullur af snobb- og auðsdýrkun.
Þorgerður hefði átt að sýna samkennd með þjóðinni og horfa á leikinn með henni t.d. í Vodafone-höllinni og þannig að ná betur til kjósenda sinna.
Í staðinn velur hún þá leið sem er úr takti við allt sem er að fara alla leið til Kína og sýna sig og halda þannig að svoleiðis ölist hún aðdáun og virðingu fólksins í landinu, en í staðin fær hún andúð og fordæmingu þessa sama fólks. Þetta hitti ekki í mark hjá henni, hún skoraði sjálfsmark.
Launaþrællinn (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 17:32
Það heitir ábyggilega hjá sumum að ég sé meðvirkur í snobb og auðsdýrkun, ég get vel lifað með því.
Persónulega sé ég ekki snobbið eða auðsdýrkunina við það að íþróttamálaráðherra Íslendinga fari og sjái Íslenska handboltalandsliðið keppa til úrslita á Olympíuleikunum. Sjálfsagt gera aðrir það, þannig er alltaf misjafn smekkurinn og sjónarhornin.
Sjálfsagt er það tómt snobb að senda íþróttamenn á Olympíuleika yfirleitt, hvað þá að forseti landsins eða ráðamenn fari þangað til að horfa á þá.
Best er auðvitað að bíða bara eftir haustskipunum.
G. Tómas Gunnarsson, 27.8.2008 kl. 18:02
Velti því fyrir mér hvaða skoðun þú hefðir haft á för ráðherrans ef hann hefði tilheyrt öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum. Kannski að þá hefði þetta verið sóun á almannafé?
Kristján G. Arngrímsson, 28.8.2008 kl. 14:34
Ég held að skoðanir mínar hefðu verið svipaðar, eða þær sömu, ráðherrann hefði átt að fara en "humphreyinn" ekki.
Ég er meira að segja alveg sáttur með för og dvö ORGsins þarna, þó að ég teljist seint til hans stuðningsmanna eða aðdáenda.
G. Tómas Gunnarsson, 28.8.2008 kl. 14:41
Málið er nú það, að Ísland var með þann besta fulltrúa í Peking, sem hægt er að hafa og þjóðin mun nokkurn tíma eiga kost á að hafa, okkar ástsæla og virðulega forseta, herra Ólaf Ragnar Grímsson og hans ágætu eiginkonu. Það var miklu meira en nóg.
Bóbó (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 20:33
Það er ekkert nema eðlilegt að skiptar skoðanir séu um hverjir eru góðir eða verðugir fulltrúar Íslands við þetta tækifæri.
Ég stend við þá skoðun mína að fáir hafi verið betur til þess fallnir að vera viðstaddir úrslitaleikinn fyrir Íslands hönd heldur en Þorgerður. Ég tek það fram að mér persónulega þykir Ólafur Ragnar eða Dorrit ekki þar á meðal.
Ég held að sú staðreynd að fyrirliði landsliðsins færði Þorgerði blómvöndinn sem honum var færður þegar hann tók á móti silfrinu, segi meira en nokkur orð í því sambandi.
G. Tómas Gunnarsson, 28.8.2008 kl. 21:29
Fargjald á mann 446.320 kr!! Það er ansi dýrt þótt það sé alla leið til Kína og tilbaka. Af hverju þurfum við að borga fyrir makana?? Allt í lagi að Þorgerður fari út. Hún er nú einu sinni íþróttamálaráðherra. Getur maðurinn hennar ekki borgað fyrir sig sjálfur ef hann vill endilega fara? Hefur hann ekki efni á því? Eða maki ráðuneytisstjóra?
Dystópía, 29.8.2008 kl. 14:05
Íslenska öfundsýkin er yndisleg. Fólk er svo ego centric að það nær ekki nokkurri átt. Ég ég ég ég ég er það eina sem kemst inn í hausinn á meðalgreindum Íslendingi sem sér ekki stóru myndina.
nonni (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.