27.8.2008 | 14:58
Bland í poka - og smá lax líka.
Það er búið að vera mikið að gera upp á síðkastið, það hefur líka verið mikið að gerast undanfarið. Saman hefur þetta tvennt leitt til þess að það hefur margt gerst sem ég hefði viljað minnast á, en hef ekki gert.
Reyni að bæta úr því nú.
Eitt af því sem ég ætlaði að blogga um en komst ekki að, var laxveiðiferð borgarfulltrúa og heilbrigðisráðherra í boði Baugs, eða Hauks Leóssonar, svona eftir því hvernig litið er á málið.
Þetta athæfi þeirra er auðvitað út í hött og á ekki að eiga sér stað. Jafn reyndir stjórnmálamenn og þarna ræðir um eiga að vita að það er ekki forsvaranlegt að þiggja gjafir sem þessar. Þeir eiga líka að vita að það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegisverður og ekki heldur veiðileyfi. Það er alltaf einhver sem borgar.
Annað sem fór í taugarnar á mér er skipan Gísla Marteins í embætti 2. varaforseta borgarstjórnar. Ekki það að ég held að Gísli geti vel sinnt því embætti, og ég get ekki séð að vera hans í Edinborg eigi að koma í veg fyrir það.
En flestum ætti að vera það ljóst að þessi nýi meirihluti er með afar litlu pólítísku "startkapítali". Það þarf að vinna hörðum höndum til að koma "pólítísku fé" í kassann. Þetta er ekki leiðin til þess, þvert á móti. Það að konan hans skyldi vera kosin formaður hverfaráðs er svo "iceing on the cake".
Það er óþarfi að færa andstæðingum sínum "tertur" af þessu tagi.
Ég fór að velta þvi fyrir mér eftir að Obama hafði tilkynnt að Joe Biden yrði varaforsetaefni sitt, og lofræðurnar fóru að koma um Biden hvernig hefði staðið á því að Demókratar hefðu hafnað Biden með jafn afgerandi hætti og raun ber vitni.
Biden hefur alltaf verið til fyrirmyndar í þinginu (að mér skilst), hann er óbilandi talsmaður litla mannsins (að mér skilst), hann hefur miklu meiri reynslu en Obama, sérstaklega í utanríkismálum og getur tekið upp símann og hringt í flesta sem skipta einhverju máli í heiminum (að mér skilst).
Ef til vill var þetta "freudian slip", þegar Obama kynnti hann sem næsta forseta Bandaríkjanna. Ef til vill hefði verið rökréttara að þetta væri Biden - Obama, eða hvað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.