Fumlaus Massa, en vonbrigði í Valencia

Ég varð fyrir vonbrigðum með kappaksturinn í Valencia.  Vissulega gladdi frábær akstur Massa frá upphafi til enda mig, en kappaksturinn í heild olli mér vonbrigðum.

Brautin, þó að þokkalega hröð sé, virðist ekki bjóða upp á verulega möguleika á framúrakstri, það var varla að það sæist að ökumenn þreifuðu fyrir sér, nema á fyrstu hringjunum.  Engar verulegar breytingar á efstu mönnum, nema auðvitað að Raikkonen datt úr leik, Trulli og Vettel skiptu um sæti og Glock sem kom jú á óvart.

Það að Raikkonen skyldi detta úr leik er sérstakt áhyggjuefni fyrir Ferrari, önnur keppnin í röð þar sem Ferrari sprengir mótór.  Þarf þarf áreiðanleika til að vinna titla og staða McLaren sýnir það.

Undarleg atvik á þjónustusvæðinu undirstrikar svo vandræði Ferrari, þó að aksturinn hjá Massa hafi verið frábær, er ennþá möguleiki á því að hann missi af sigrinum, vegna mistaka á þjónustusvæði.  Persónulega hef ég þó trú á því að liðinu verði refsað, eða þá að Massa verði færður aftur í startinu í næstu keppni, en við verðum að bíða og sjá hvað verður.

Það er annars nokkuð merkilegt að bera saman stöðuna hjá Ferrari og McLaren, nú og í fyrra.  Í fyrra hafði McLaren mun betri stöðu samanlagt, með tvö ökumenn í toppbaráttunni, en Raikkonen skaust fram úr og náði titlinum.  Í ár hefur Ferrari tvö ökumenn í toppbaráttunni en Hamilton leiðir fyrir McLaren og stendur best að vígi til að ná titlinum, þó að enn sé langt í land.

Spurning hvað Ferrari gerir í stöðunni nú?  Lætur liðið meiri þunga að baki Massa og veðjar á að hann geti náð titlinum og gerir heimsmeistarann að "second" ökumanni?  Ekki gott að segja.

En næst er það Spa, þar ætti Ferrari að blómstra, það eru líklega fáar brautir sem henta Ferrari betur, svo er það Monza og krafan er auðvitað tvöfaldur sigur á heimavelli, en þar ætti McLaren þó líklega að standa Ferrari í það minnsta jafnfætis. 

Það verður spenna allt til enda.

 


mbl.is Massa ók eins og meistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gudni.is

Ég er nokkuð sammála þér með það að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með Valencia kappaksturinn. Hann var enganvegin nógu spennandi og frammúrakstrar voru fáir. Þetta er þó mjög glæsileg umgjörð á svæðinu.

En staðan í mótinu nú er galopin og mjög spennandi. Og komandi keppnir lofa held ég góðu.

gudni.is, 25.8.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband