23.8.2008 | 14:02
Massa
Ég gat ekki horft á tímatökurnar í morgun þar sem rásin sem sendir út Formúluna á kaplinum valdi að sýna eitthvað þrautleiðinglegt efni frá Olympíuleikunum í staðinn. Sem betur fer verður ekkert slíkt rugl á ferðinni í fyrramálið.
Í stað þess varð ég að láta mér nægja að ræsa upp tölvuna og fylgjast með tímunum í beinni, og vita þannig hvernig allt fór.
Massa virðist í fantaformi nú um stundir og tók pólinn glæsilega. Raikkonen virðist ennþá eiga nokkuð langt í land með að ná ásættanlegum árangri í tímatökunum og á líklega frekar erfitt uppdráttar í keppninni á morgun. Þó er brautin nokkuð hröð og ætti að gefa nokkurn möguleika á framúrakstri. Það verður því að vona hið besta.
Annars er ekki margt sem vekur sérstaka athygli, nema þá einna helst gott gengi Toro Rosso og svo afleitt gengi Renault. Það hefur ekki verið skemmtilegt fyrir Alonso að að ná ekki í þriðju lotuna, fyrir framan heita aðdáendur sína á heimavelli.
Massa hreppti ráspólinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekkert formúlurugl núna Tommi - lífið er handbolti.
Arnfinnur Jónasson (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.