22. ágúst - Sautján árum seinna

22. ágúst 2001Þó að 22. ágúst verði í framtíðinni líklega helst minnst sem dagsins þegar Íslendingar gjörsigruðu Spánverja í handbolta á Olympíuleikum og tryggðu sér rétt til þess að keppa um olympíugull, hefur ýmislegt annað markvert gerst á þessum degi.

Fyrir 17. árum studdu Íslendingar litlar þjóðar sem voru að berjast við að endurheimta sjálfstæði sitt úr klóm Sovétríkjanna.  Á þessum degi varð Ísland fyrsta landið til þess að lýsa yfir viðurkenningu á sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháen.

Þessi stuðningur smáríkisins Íslands við þessi ríki, sem eru minni að flatarmáli en Ísland, þó að íbúafjöldi þeirra sé meiri, skipti máli, hann breytti aturðarásinni.

Enn þann dag í dag minnast margir íbúa þessara landa þessa stuðnings með þakklæti og virðingu.  Þeir telja réttilega að þarna hafi Ísland sýnt að með hugrekki og heiðarleika, að lítil ríki geti skipt máli, að þau hafi rödd sem heyrist.

Meðfylgjandi er mynd sem ég tók í sumar, af minningarskildi um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Eistlands.  Skjöldurinn er utan á utanríkisráðuneyti Eistlendinga, sem stendur við Íslandstorg.  Á torginu var áður stór stytta af Lenín, sem var fjarlægð stuttu eftir endurheimtingu sjálfstæðis landsins.

P.S. Sá að Egill Helgason er að hvetja til þess að Íslendingar bjóði Dalai Lama í heimsókn.  Það væri ekki illa til fundið.  Það myndi þá líklega sýna hvernig Íslendingar hyggðust koma fram í Öryggisráðinu, ef svo færi að þeir næðu þar kosningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Gott karma í þessum degi fyrir litla Ísland sem þó er stærsta Ísland í heimi

Magnús Vignir Árnason, 24.8.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband