Það fer að verða svo að ef áhugamönnum um stjórnmál vantar smá skemmtiefni, þá er gott að googla "frjálslyndi flokkurinn".
Þar er alltaf eitthvað um að vera, borgarfulltrúar, varaborgarfulltrúar og alþingismenn ganga úr flokknum, alþingismenn ganga í flokkinn, borgarfulltrar vilja ganga í flokkinn og svo frameftir götunum.
Heilmikil blaða og blogskrif eru eingöngu um hvort að einstaklingar séu velkomnir í flokkinn eður ei.
Ólafur F. fyrrverandi borgarstjóri er til dæmis ekki velkominn í Frjálslynda flokkinn, ef marka má skrif Jóns Magnússonar, sem mig minnir að sé í forsvari fyrir borgarmálafélag flokksins í Reykjavík.
Hann fullyrðir reyndar að Ólafur fari með rangt mál, þegar hann haldi því fram að Guðjón Arnar hafi boðið Ólaf velkominn og vilji að hann sé í framboði fyrir flokkinn.
Spurningin sem vaknar er þá hvort að eitthvað sé yfirleitt að marka allra handa yfirlýsingar Ólafs, sem eiga það sameiginlegt að eiga að hjálpa kjósendum að sjá hann í betra ljósi.
En Kristinn H. býður Ólaf F. hjartanlega velkominn, enda líklega leitun að stjórnmálamanni sem skilur betur að menn eigi erfitt með að ákveða hvort þeir ætli að vera í flokki eða ekki.
Spennan er auðvitað að verða óbærileg.
Er ekki tímabært að einhver fjölmiðlamaðurinn fari ofan í saumana á þessu máli og skýri það í vandaðri fréttaskýringu?
Eftir því sem ég kemst næst er spennan yfir þessu það mikil að hún er farin að draga niður framleiðni á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.