Ísland sem ódýr áfangastaður

Oft hef ég séð mælt með ferðum til Íslands í blöðum og tímaritum víðsvegar um heiminn, þar sé falleg náttúra, gott fólk, mælt með að ferðamenn skreppi í Bláa lónið.  Oft er minnst á næturlífið ýmist sem eitthvað æðislegt, eða skrýtið athæfi.

En ég man ekki eftir því fyrr að lesa um að Ísland sé ódýr áfangastaður, "bargain destination".

En Ísland er á lista yfir "top 5" yfir ódýra áfangastaði hjá Bandaríska blaðinu "USA Today".  Þrír af 5 áfangastöðunum eru innanlands í Bandaríkjunum og svo eru Ísland og Mexikó á listanum.

Þar segir m.a.

"It's been a long time since Iceland was on the radar as a bargain destination. But this year, the small country has seen a precipitous 22% drop in the value of its currency against the euro. As a result, Iceland is on the map this fall as a more affordable alternative to mainland Europe."

Á sama tíma les ég að verslun ferðamanna hafi aldrei verið meiri á Íslandi og hafi aukist mikið per einstakling.

Þetta eru auðvitað jákvæð áhrif þess að Íslenska krónan er á réttu róli um þessar mundir, en Íslendingar þekkja líklega vel þau neikvæðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er satt hjá þér, Ísland er orið ódýrt ferðamannaland fyrir erlenda ferðamenn, svona líkt og þegar Spánn var og hét á árunum milli 1970-1980, þegar fólk flyktist þangað til að komast í ódýrt áfengi og ódýran mat og skemmtan.  Ég get ímyndað mér að það sé svona svipuð tilfinning fyrir útlendinga að koma hingað núna eins og var fyrir okkur að komast til Spánar hér á árum áður til að komast í ódýrt ferðamannaland.

Því miður er það svo að íbúar landsins er taparar í þessu, þeir hafa orðið svona 35% fátækari vegna vegna tilsvarandi veikingar krónunnar, sem mjög slæmt fyrir alla landsmenn og fyrirtækin í landinu.

Meira að segja að hinir kostnaðarmeðvituðu danir sem alltaf hafa fundist Ísland vera svo dýrt, gleðjast yfir því hvað bjórinn er ódýr hérna!  - segja að hér kosti bjórinn á bar einungis ca. 35 DKK miðað við verðið heima hjá þeim sem er að jafnaði 50-60 DKK á betri börum og veitingahúsum t.d. í Kaupmannahöfn.

Og hver segir að krónan sé á réttu róli núna, og þá fyrir hverja?  Ekki fyrir Íslenska neytendur sem verða fyrir ca. 35% kjaraskerðingu fyrir bragðið.

Vonandi fer krónan að styrkjast all verulega og leita í jafnvægisgengi sem er ca. 130 gengisvísitölustig í staðinn fyrir þau 160 stig sem hún er í núna.  Vona að þetta gerist fljótt og hratt og að krónan verði komin í 130 stig fyrir jól.   Það væri miklu betra fyrir almenning í landinu heldur en að fá þetta túristapakk hingað sem kemur einungis fáum landsmönnum til góða. 

Ég vil bara alls ekki að Ísland verði eitthvað ódýrt ferðamannland sem útlendingum finnst gaman að koma til af því að það er svo ódýrt.  Almenningur í landinu hefur enga ánægju af því.

Þormóður G. Ólafsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er í sjálfu sér ekkert eitt sem segir að gengi sé á réttu róli.  En það að útflutningur og innflutningur séu á svipuðu róli er þó mikilvæg vísbending.  Það hefur breyst mikið til hins betra nú eftir að krónan fór að síga.

Það sem þarf að gerast til að krónan fari að styrkjast svo einhverju nemi, er aukin framleiðsla, aukin útflutningur, samfara því að innflutningur aukist ekki, alla vegna ekki mikið.

En veiking krónunnar, er ekki nema helmingurinn af sögunni, styrking eurosins er hin hliðin.  Danska krónan sem beintengd euroinu, hefur því eins og það styrkst verulega og danskar vörur (til útflutnings) hækkað í verði sem því nemur.  Þetta er auðvitað augljóst þegar verðlag í Danmörku er borið saman við aðrar myntir en euroið.

Hitt er ljóst að styrkur Íslensku krónunnar, með tilheyrandi innflutningsmætti (sem er dálítið annað en kaupmáttur) gat ekki staðist til lengdar og kemur ekki aftur nema að framleiðsla og útflutningur aukist.

G. Tómas Gunnarsson, 21.8.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband