Gas og skipulag

Mál málanna hér í Toronto hefur að sjálfsögðu verið gassprengingin mikla sem varð hér á sunnudagsmorgunin.

Þeir íbúar sem þurftu að yfirgefa heimili sín telja sig margir hverjir heppna að hafa sloppið lifandi, en um gríðarlegar öflugar sprengingar var að ræða og eru þó nokkur hús algerlega óíbúðarhæf.  Einhver hætta er talin á að asbest hafi dreifst með sprengingunum og tefur það að einvherjir íbúar geti snúið heim.

Sprenginingin kostaði þó næsta víst 2. mannslíf.  Eins slökkviliðsmanns og ekkert hefur spurst til starfsmanns gasstöðvarinnar.

Flestir ef ekki allir virðast sammála umað lögregla og slökkvilið borgarinnar hafi unnið frábært starf.

En nú þegar hlutirnir eru hægt og rólega að færast í samt horf, byrja spurningarnar.

Háværust er spurningin hvernig stóð á því að gasstöðinni var leyft að opna svo að segja í miðju íbúðahverfi? Þegar stöðinni var komið á laggirnar árið 2006 voru margir íbúar sem kvörtuðu og töldu þessa starfsemi ekki eiga heima á innan um íbúðahúsin.

Eðlilega eru þeir reiðir í dag.

En borgarstjórinn og embættismenn benda hver á annan og vitna í ýmis lög og skipulagsreglugerðir.

Fréttir úr Globe and Mail hér, hér og hér.

Myndasyrpa Globe and Mail

Hér má sjá stutt myndskeið á YouTube

Sjónvarpsfrétt Global News


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband