Púðurtunna

Það hefur í senn verið skelfilegt og fróðlegt að fylgjast með stríðinu sem stóð (eða stendur enn) á milli Rússlands og Georgiu.

En spurningarnar sem vakna eru margar.

Í grunninn er auðvitað spurningin um sjálfsákvörðunarrétt þjóða.  Ossetar ættu því að ráða eigin örlögum.  En það er auðvitað spurning hvernig staðið er að slíku.  Samningaborðið er auðvitað rökréttasti staðurinn fyrir slíkt  En það er ekki alltaf sem slíkt tekst á friðsamlegum nótum.  Stuðningur Rússa við Osseta vekur t.d. upp spurningar, að fyrst þeim þykir sjálfsagt að Ossetar njóti sjálfsforræðis, hvers vegna gilti ekki það sama um Chechena?

Ennfremur vekur sú aðgerð Rússa að gefa flestum Ossetum Rússneskan ríkisborgararétt upp spurningar um hvert sé raunverulegt markmið þeirra.  Samkvæmt mínum heimildum hafa þeir verið að leika svipaðan leik á Krímskaga og víðar.  Spurning hvenær þurfi að vernda ríkisborgara þar?

En hvort sem menn eru þeirrar skoðunar að Ossetar eigi að njóta sjálfsforræðis eður ei, þá er það ljóst að Rússar brutu alþjóðleg lög þegar þeir réðust gegn Georgíu. 

Hvernig stendur á því að þeir voru taldir annast "friðargæslu" á svæðinu veit ég ekki, en ég tel að flestir sjái og skilji að framferði þeirra á ekkert skilt við það sem er hefðbundin skilgreining á friðargæslu.

En vandamálin í þessum heimshluta eru mörg og stór.  Þvinguð sambúð og þvingaðir brottflutningar fyrr á árum hafa skilið eftir óteljandi óleyst vandamál.

Þetta er því sannkölluð púðurtunna.

Það sem stendur þó upp úr hvað þetta mál allt varðar er að það virðist nokkuð ljóst að Rússar geta gert því sem næst hvað sem er í þessum heimshluta.  Þeirra er valdið.

Enginn hefur getu til að stöðva þá.

Þess vegna líður mörgum í fyrrum Sovetlýðveldum og leppríkjum Sovétsins illa í dag.  Fyrir þeim er þetta rétt eins og óþægilegt "deja vu".


mbl.is „Rök Rússa sömu og Hitlers"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband