10.8.2008 | 20:20
Ég horfi ekki
Þó að ég sé ekki mjög íþróttalega þenkjandi hef ég oft haft gaman af því að fylgjast með ýmsum stórmótum, alla vegna svona með öðru auganu. Olympíuleikar hafa þar ekki verið undanskildir.
En nú hef ég misst áhugann. Í ár ætla ég að sleppa því að horfa.
Eftir fréttahríð af mannréttindabrotum, blokkun á netsambandi og öðru slíku hef ég hreinlega ekki áhuga á því að horfa á leikana, þeir vekja ekki áhuga.
Gamla slagorðið að pólítík og íþróttir komi hvort öðru ekki við hljómar holt í mín eyru, enda pólítík verið fylgifiskur Olympíuleikanna um langt árabil.
En í ár horfi ég ekki. Sé til eftir 4. ár.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég segi það sama, hef bara ekki geð í mér að horfa í ár. Yfirleitt hafa ólympíuleikarnir verið eina íþróttaefnið sem ég haft einhverja smá ánægju að horfa á - en ekki í ár. Veit of mikið um fórnirnar sem færðar hafa verið á fólki í Kína og í Tíbet til að þetta geti verið fullkomið á yfirborðinu.
Birgitta Jónsdóttir, 11.8.2008 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.