Rafmagnsstrætisvagnar á götunum

Eitt af því sem vekur athygli hér í Tallinn, eru "trolleybusarnir", eða rafmagnsstrætisvagnarnir sem aka hér um.  Þetta eru rafmagnsvagnar, en nota ekki rafgeyma, heldur eru tengdir við rafmagnslínur, rétt eins og lestir eða sporvagnar.  Líklega mætti helst líkja þeim við sporvagna án teina, þar sem þeir eru alfarið háðir rafmagnslínunum og stöðvast um leið og þeir missa samband við þær.  Sumstaðar hafa þeir þó verið búnir rafgeymum, til að gera þeim kleyft að aka styttri vegalendgir án þess að vera tengdir.

Þessi tækni er þrautreynd og í notkun í flestum heimsálfum.  Stærsti kosturinn er líklega að vagnarnir menga lítið sem ekkert og er allt annað að aka á eftir rafmagnsstrætisvagni eða "díselskrýmsli".  Ennfremur þykja þessir vagnar betri en aðrir í hæðóttu landslagi, þar sem "torkið" er betra en í öðrum vélargerðum.

Á Íslandi væri auðvitað stærsti kosturinn að þeir notuðu ódýra innlenda orku.

En vissulega eru gallar líka, erfiðara og kostnaðarsamara er að breyta leiðum, og rafmagnslínurnar eru ekki beint augnayndi.

En er samt nokkuð merkilegt að þessi möguleiki skuli ekki vera skoðaður á Íslandi, þá eingöngu fyrir stærstu leiðirnar, t.d. austur og vestur Miklubraut upp á Höfða og á leiðinni til Hafnarfjarðar.  Möguleiki væri að nota ljósastaura til að festa upphengin fyrir rafmagnslínurnar.

Gömlu "trolleybusarnir" hér í Tallinn eru af Skoda gerð og mega muna sinn fífil fegri, en nýjustu vagnarnir eru Pólskir vagnar frá Solaris sem líta ljómandi vel út.

Meðfylgjandi eru mynd af einum slíkum sem ég tók hér fyrir nokkrum dögum.  Hægt að að "klikka" á myndina til að sjá hana stærri.

Trolleybus

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt að einhver telji það til kost við almenningsamgöngumáta að það sé þægilegra að keyra einkabíl á eftir því...

Gísli (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Sjálfsagt finnst einhverjum það merkilegt að mér þyki það kostur að mengunin af vögnunum sé það lítil að það sé þægilegra að keyra á eftir þeim.  Sjálfum mér þykir það nokkuð sjálfsagt að betra loft og minni mengun sé talin til gæða, en smekkur manna og það sem þeir telja gæði er vissulega alltaf misjafnt, sem eðilegt er.

G. Tómas Gunnarsson, 31.7.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband