Heyrist víða

Ekki ætla ég að neita því að sumar Íslenskar mjólkurafurðir eru framúrskarandi.  Íslensk mjólk er t.d. afar góð og um gæði og sérstöðu Íslenska skyrsins þarf ekki að hafa mörg orð, það er einfaldlega frábært.

En það er staðreynd að sú skoðun heyrist víða að þarlendar mjólkurafurðir séu þær "bestu" á sínu svæði, nú eða öllum heiminum. 

Slíka skoðun hef ég t.d. heyrt hér í Eistlandi, og þykir mörgum skrýtið hvers vegna hérlendum landbúnaði hefur ekki gengið betur en raunin er á "ökrum" "Sambandsins".

Ekki þarf heldur að tala lengi við Frakka eða Ítali til þess að fá að heyra frásagnir af afburða gæðum mjólkuriðnaðar (og raunar alls landbúnaðar) í þessum löndum.  Reyndar get ég tekið undir það að mörgu leyti og gætu Íslendingar margt lært af þessum löndum í mjólkuriðnaði, sérstaklega hvað varðar ostagerð.

En það er alveg rétt að það er ekki Íslenskur landbúnaður sem er veigamikil ástæða til þess að fara sér hægt í "Sambandsaðild".  Þar eru aðrar ástæður sem vega þyngra.  Þó að það sé skrýtið að segja það, þá er líklegra en ekki að landbúnaðarmálin færðust til betri vegar með aðild.

En auðvitað er aðild ekki nauðsynleg til þess að lagfæra landbúnaðarmálin, til þess þarf aðeins Íslenskan pólítískan vilja.

P.S.  Það er skrýtið að ekkert er minnst á það í fréttinni hver Jón Kjartansson er.  Persónulega hef ég ekki hugmynd um það og man ekki eftir því að hafa á manninn heyrt minnst.  Það er sjálfsögð kurteisi við lesendur að segja ofurlítil deili á viðmælandanum.


mbl.is Íslenskar mjólkurafurðir þær bestu í þessum heimshluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband