Enn þá í Eysýslu

Bjórárgengið er ennþá í Eysýslu.  Núna sit ég hér með konunni á kaffihúsinu John Bull í Kurussare,  sem rétt eins og flest betri kaffihús í Eistlandi býður upp á frítt internet.  Á meðan ég sit hér nota ég tækifærið og skrifa og hringi sömuleiðis til Íslands og Noregs.

Það er auðvitað ótrúlega þægilegt að geta hringt millilandasímtöl fyrir ekkert og geta þannig verið í ódýru og góðu sambandi við umheiminn.

En meiningin er að vera hér fram á laugardag, þá verður haldið aftur til Tallinn.

En lífið er ljúft í Eistlandi.  Þó að verðið hafi hækkað hér töluvert síðan ég var hér fyrir 5. árum þá er ennþá hægt að kaupa mat og öl (og sömuleiðis vodka) fyrir lítið fé.  Stærsti lúxusinn er þó líklega að geta skilið ómegðina eftir í öruggri umsjá afa og ömmu og við konan getum því slappað af í bænum.

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband