15.7.2008 | 16:38
Uns rétt niðurstaða fæst
Þegar Írar felldu Lissabon samninginn voru margir sem sögðu að líklega yrði farin "hefðbundin" leið og Írar látnir kjósa aftur, og aftur uns "rétt" niðurstaða næðist úr kosningunum.
Nú má sjá í frétt á Visi að Sarkozy Frakklandsforseti (og núverandi forseti ESB) er farinn að tala akkúrat á þeim nótum.
Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðu þessa, en þessi ESB háttur að kosningar séu því aðeins marktækar að niðurstöður þeirra séu valdhöfum þóknanlegar er ekki traustvekjandi.
"Lýðræði - með okkar niðurstöðu", gæti verið slagorð "Sambandsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, þetta er skrýtið lýðræði í ESB.
Sigurjón, 15.7.2008 kl. 21:23
Hinn langi armur ESB kæfir allt á endanum. Engin þjóð getur um frjálst höfuð strokið þegar þeir hafa lokið sér af.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.7.2008 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.