Nokkuð magnað

Ég gat ekki horft á tímatökuna í morgun.  Þurfti að sinna öðrum róm.  Þurfti að keyra konuna í vinnuna í morgun, og einhversstaðar á leiðinni tókst mér að aka yfir skrúfu og festa hana í hjólbarðanum hjá mér.

Heilmikil vandræði, ég með ómegðina í bílnum, tókst að renna að næsta dekkjaverkstæði, og fá þar dekk við hæfi.  ÞUrfti þó að losa og taka undan og setja undir sjálfur.  Ómegðin lét auðvitað öllum illum látum á meðan, og Foringinn vissi auðvitað allt um hvernig skipta á um dekk.

En þetta hafðist allt að lokum.

En ég sé ég hef misst af góðum tímatökum, eða þannig.  Kovalainen á pól og Webber í öðru sæti.  Vissulega tíðindi.  Raikkonen í þriðja og þar af leiðandi 2. Finnar í þremur efstu sætunum sem verður að teljast harla gott.  Ég hlýt því að hitta á Finnana í góðu skapi er ég held þangað á þriðjudaginn, þ.e.a.s. ef þeir klúðra ekki keppninni.

Síðan eru þetta "the usual suspects", nema að það vekur nokkra athygli að Vettel nær 8. sætinu og Massa er í því 9.  Eftir því sem ég les á vefnum má rekja orsakir þess til mistaka í þjónustuhléi og þess að hann náði ekki að fara "aðra ferð"

En þetta ætti að þýða að keppnin verði spennandi á morgun.  Eins og oftast er mesta spennan fram að fyrstu þjónustuhléum og það fer að koma í ljós hvað er á tönkunum og hvernig keppnisáætlunin er.  Það er ljóst að Massa ætti að hafa bensín á nokkra hringi umfram, úr því að hann fór ekki af stað í aðra tilraun, en það verður fróðlegt að sjá hvað Kovalainen og Webber keyra langt inn í keppnina.

 


mbl.is Kovalainen í fyrsta sinn á ferlinum á ráspól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband