5.7.2008 | 03:53
DC á útleið
Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að David Coulthard ætli að hætta. Hann var einn af ökumönnunum sem var þegar ég byrjaði að horfa á Formúluna, árið 1995 hafði byrjað að aka áríð áður.
En í minninu tengist hann best þeim árum þegar hann ók við hlið Mika Hakkinen hjá McLaren. Árin hans hjá McLaren voru níu að ég held og þar náði hann hápunkti ferils síns.
Þrettán sigrar (ekki endanlega útséð hvað þeir verða margir) á fimmtán árum telst ef til vill ekki gríðarlegur árangur, en sýnir vel hvernig Formúlan er. Margir góðir ökumenn, en fáir meistarar. Coulthard er ekki einn af meisturunum, en setti samt svip sinn á Formúluna.
En yfirlýsingu DC sjálfs má lesa hér.
Coulthard á útleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.