It's a Jungle Up There

IMG 5698Auðvitað er ég duglegur maður, en því miður er tíminn sem til þarf að komast yfir allt sem þarf að gera einfaldlega ekki nægur.  Reyndar tók ég stigann út í endaðaðan maí og ætlaði að hreinsa þakrennurnar, en stuttu seinna setti ég hann inn í bílskúr aftur.  Og þakrennurnar ennþá stútfullar að alls kyns góðmeti.

En það er um miðjan maí sem hlynurinn í garðinum fer að senda niður fræ í þúsundatali.  Fræ sem féllu í frjóan jarðveg, í þakrennunum.  Þar var næringarríkur jarðvegur, nóg vatn og sólin skein, í það minnsta jafn mikið og annarsstaðr, ef ekki meira.

Þar var því í dag, þegar loks gafst tími til þess að hreinsa þakrennurnar, að það var engu líkara en að við starfræktum (ótrúlega vel viðeigandi orð) gróðrarstöð í þakrennunum, hundruðir af litlum hlynum og öðrum illþekkjanlegum plöntum úr nágrenninu stóðu keikar í þakrennunum og teigðu sig í átt að sólinni.

Því miður höfum við ekkert pláss fyrir allar þessar plöntur að Bjórá, þannig að þeim var einfaldlega hent á safnhauginn.

Safnhaug gleymskunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband