Limra Þórunnar

Best að sýna að máli bjarndýrs ég veld
beint norður með einkavél held
Það þýðir ekki að hangsa
því ég bjarga ætla sko bangsa
en svo fékk ég þennan blóðrauða feld


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff maður.... þetta var ódýrt kveðið

Gestur (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hef nú aldrei litið á það sem ég hnoða saman sem annað en frekar ómerkilegan kveðskap.

Á hitt ber þó að líta að á þessum síðustu og verstu, er auðvitað "inn" að kveða ódýrt, enda allt "bruðl" og dýrir hlutir litnir hornauga á Íslandi.

G. Tómas Gunnarsson, 17.6.2008 kl. 21:19

3 identicon

Já. Einmitt. Til dæmis einkaflugferðirnar hjá hinum hátt settu ráðherrum okkar.

Þetta komment átti nú bara að verða til þess að æsa upp færsluhöfund en það tókst ekki og álykta ég svo að hann sé hinn rólegasti maður.

Gestur (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ef ég stæði í því að æsa mig upp í hvert sinn sem einhver segði að ég væri ljótur, að ég væri leiðinlegur, að kveðskapur minn væri ódýr eða skoðanir mínar rangar, þá væri það alla vegna ljóst að ég hefði ekki tíma til að gera margt annað.

Og þó, eftir að ég flutti Westur um Heim, hefur tungumálið auðveldað lífið verulega.

Ég get þvi sem næst verið eins mikið fífl á Íslensku og ég kæri mig um.

G. Tómas Gunnarsson, 17.6.2008 kl. 23:42

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

  Stælt var ekki Stefáns vörn,
  stoltið slappt á Skaga.
  Hræsluskoti' á hvítabjörn
  var hleypt sem fyrri daga.

Jón Valur Jensson, 18.6.2008 kl. 00:37

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hræðsluskoti, vitaskuld.

Jón Valur Jensson, 18.6.2008 kl. 00:38

7 identicon

Þokkalega
þokast
þar til
þotuliðinu þrýtur þolinmæði og
þangað Þvælist
Þórunn þykka
þykknar þá í birnu og
þýtur af stað

bull (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband