15.11.2006 | 21:06
Af iðrun, auðmýkt og tæknilegum mistökum
Ég er ekki einn þeirra sem fagna líklegri endurkomu Árna Johnsen á þing. Það sama get ég svo sem sagt um nokkuð marga aðra þingmenn, en það er önnur saga.
En ástæðan fyrir því að mér hugnast ekki endurkoma Árna er ekki bundin þeim afbrotum sem Árni framdi á meðan hann gengdi þingmennsku, þó að þau hafi vissulega ekki verið fallin til þess að auka traust mitt á honum sem þingmanni.
Ég myndi ekki kjósa Árna, ég hefði ekki kosið hann í prófkjörinu um liðna helgi. En það breytir því ekki að nógu margir sunnlenskir sjálfstæðismenn gerðu það til þess að hann náði öðru sætinu í prófkjörinu. Það er ljóst að Árni nýtur trausts til þess.
Og síðast þegar ég vissi var traust kjósenda eina virkilega skilyrði sem sett er fyrir setu á Alþingi, auk þess jú að hafa óflekkað mannorð, en eftir uppreist æru Árna er það skilyrði fyrir hendi. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að það ákvæði eigi að fella úr gildi. Fyrrverandi sakamenn eiga rétt á því, að mínu mati, að sitja á þingi, burtséð frá því hvernig æru þeirra er háttað, ef kjósendur vilja senda þá þangað.
Það er mergurinn málsins að mínu mati. Ef sjálfstæðismenn á Suðurlandi velja Árna á lista, og kjósendur í Suðurkjördæmi velja hann á þing, þá skiptir álit mitt og margra annara engu máli, sunnlendingar velja sína fulltrúa.
Að sjálfsögðu eigum við rétt á því að láta skoðun okkar í ljós, og það eigum við að gera, en þeir sem kalla eftir einhverjum aðgerðum til að stöðva þetta, bera að mínu mati full litla virðingu fyrir þeim lýðræðislegu aðferðum sem færa okkur þessa niðurstöðu.
Sunnlendingar velja sína menn, þeirra er valið og ábyrgðin, lýðræðið sér um valið, kjósendur hafa aldrei rangt fyrir sér.
Það er all oft sem mér líkar ekki þær niðurstöður sem lýðræðið færir, en ég hef lært að sætta mig við það. Þetta er hvorki eina né versta dæmið þar um.
Stjórn SUS hvetur Árna til að sýna auðmýkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Tómas,
nú hefur þú lýðræðislegan rétt til að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Ég mæli með VG en ef það er of stór biti fyrir diggan Flokksmann þá getur þú til vara bara skilað auðu!
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 15.11.2006 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.