14.6.2008 | 05:30
Nei kveða Írar
Hvernig sem á það er litið hlýtur það að teljast verulegt áfall fyrir ESB og aðildarríki þess að Írar skuli hafa sagt nei við Lissbon sáttmálanum.
Það skiptir engu hvort að menn reyni að finna einhverjar aðrar ástæður fyrir "nei-inu" en andstöðu við sáttmálann. Nei-ið er staðreynd.
Þetta setur hnút á málið og er ekki að efast að mikið verður reynt að leysa hann á næstu vikum og misserum.
Auðvitað má segja að sú staðreynd að rétt um 1% af íbúum ESB hafi fellt sáttmálann sé ekki mikils virði, en þegar það er tekið með í reikiningin að þetta eina %, eru einu íbúarnir sem fengu að tjá sig um sáttmálann með atkvæðagreiðslu lýtur málið öðruvísi út.
Því má eins segja, að allar þær þjóðir sem fengu að greiða atkvæði felldu sáttmálann. Þessi neitun fylgir svo í kjölfarið á höfnun Frakka og Hollendinga, þegar þeir greiddu atkvæði um "stjórnarskránna" sem var nokkurs konar undanfari Lissabon sáttmálans.
Það sem stendur eftir er að nú veit raun enginn hvert "Sambandið" stefnir, hafi einhver vitað það áður. Alla vegna finnst mér ég hafa heyrt margar mismunandi skoðanir á því hvert stefnan liggi.
En það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu, verður sáttmálinn "sleginn af", greiða Írar atkvæði aftur, bakka hinar þjóðirnar alfarið með sáttmálann.
Hvað gerist?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Óvissan er alger og framhaldið verður fróðlegt. Það er þó ólíklegt að forystumenn Evrópusambandsins láti þetta slá sig út af laginu til lengri tíma litið. Þeir hafa ekki látið lýðræðislegan vilja kjósenda hafa áhrif á sig til þessa ef hann hefur ekki verið þeim að skapi og byrja varla á því núna. Þeir munu áfram reyna að koma þessu plaggi sínu í gegn með góðu eða illu. En þetta er rosalegt kjaftshögg fyrir þá, svo mikið er víst.
Til hamingju Írar! Til hamningju íbúar Evrópusambandsins! Þetta er sigur fyrir lýðræðið!
Heimssýn, 14.6.2008 kl. 10:29
Það er hægt að taka undir að fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu.
Sérstaklega hvað varðar þá pressu sem líklega kemur á þau þjóðþing innan "Sambandsins" sem eiga eftir að staðfesta "sáttmálann".
Þá kemur fyrst upp í hugann Gordon Brown og Verkamannaflokkurinn í Bretlandi, en þar er "pólítískur höfuðstóll" ekki mikill þessa dagana og andstaðan gegn "sáttmálanum" vel sýnileg.
G. Tómas Gunnarsson, 14.6.2008 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.