Glatað fé

Það er hefur ekki verið öfundsverð staða að vera fjárfestir á Íslenskum hlutabréfamarkaði nú undanfarnar vikur og mánuði.

Flest eða öll fyrirtæki hafa lækkað, en það er ekki hægt að segja annað en að sum hafi hreinlega hrunið.  Gríðarlegir fjármunir (sem á stundum var auðvitað engin innistæða fyrir) hafa horfið og margir hafa tapað gríðlegu fé.

Reyndar er tap Íslenskra félaga á undanförnum misserum glettilega hátt hlutfall af landsframleiðslu Íslendinga, en til að allar sanngirni sé gætt verður að hafa í huga að margir höfðu hagnast vel áður en til lækkunarinnar kom.

Núna síðast lækkar Eimskipafélagið  um 28% á tveimur dögum eða svo.  Hefur lækkað um fast að 50% frá áramótum.

Lækkunin nú undanfarna daga er rakin til þess að Eimskipafélagið ákvað að afskrifa Breskt flutningafélag, sem það keypti viði mikinn fögnuð stjórnenda á síðasta ári.  Núna er það sett í sölu og kaupverð þess (í kringum 8 milljarðar) króna að fullu afskrifað.

Hefur mátt lesa í blöðum, haft eftir núverandi stjórnarmönnum að fyrrverandi stjórnendur fyrirtækisins hafi "klúðrað bigtime"  Reyndar hefur mér skilist að félagið ætli að hefja innanhúss rannsókn á því hvernig var staðið að kaupunum á hinu Breska félagi sem hefur fallið svo skarpt að verðmæti.

Það er fyllsta ástæða til þess að fagna því að slík rannsókn fari fram, og reyndar er það áleitin spurning hvort að fjármálaeftirlitið ætti ekki að framkvæma eigin rannsókn á því hvað gerðist og hvernig ferlið hefur verið í þessu máli.

Fyrir hina almennu hluthafa er það áríðandi að allt komi fram.

Hvað veldur því að hið Breska fyrirtæki er keypt svo háu verði? Hvenær verður Eimskipafélaginu ljóst að fyrirtækið stendur ekki undir væntingum og að verulegt tap verðí á kaupunum?  Hvað líður langur tími frá því, þangað til tilkynnt er um afskriftina á fyrirtækinu?  Hvernig var viðskiptum með félagið háttað á þeim tíma sem leið?

Ég er ekki halda því fram að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað, en þegar félag verður fyrir áfalli af þessarri stærðargráðu er áríðandi að allt komi fram, og æskilegt að rannsókn fari fram af hlutlausum aðilum.

Almennir hluthafar eiga það skilið.

Almenn úttekt myndi líklega sömuleiðis nýtast vel í Háskólanum, ef ekki víðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ertu að reyna að segja maður....

Að íslenska útrásin hafi keypt eitthavað rotið...  að íslenska útrásin hafi orðið fyrir kjaftshöggi.  Að íslenskir útrásarvíkingar klæddir svörtum jakkafötum hafi klúðrað bigtime með ódýru lánsfé... hvernig er það hægt

Þú gætir verið föðurlandssvikari

 

gfs (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Í sjálfu sér er ekki til neitt sem heiti "Íslenska útrásin", því að ég best veit hefur aldrei verið um neitt skipulag eða formlegt samstarf um fjárfestingar Íslenskra fyrirtækja erlendis.

Það er líka rétt að hafa í huga að margt gott hefur verið gert og mörgum hefur gengið býsna vel. 

En "bommerturnar" eru stórar.

En spurningum mínum er að hluta til svarað (eða heldur svar í undirbúningi), á síðum Fréttablaðsins í dag, en þar segir að Fjármálaeftirlitið hafi þetta mál í skoðun.  Ég trúi ekki öðru en til formlegar rannsóknar komi.

En auðvitað þarf að taka á svona málum, kryfja þau til mergjar og finna hvort að eitthvað óeðlilegt hafi verið á ferðinni.  Reyndar má segja að "sölutryggingar" stjórnenda séu fyllilega óeðlilegar, en þær eru að ég best veit ekki ólöglegar.

En hitt er svo líka að það er ekki rökrétt að setja öll þau fyrirtæki sem hafa fjárfest erlendis undir einn hatt og kalla þau "útrásina".

En í sumum tilfellum er eins og helstu hæfniskröfurnar til stjórnenda hafi verið að geta skrifað nafnið sitt - undir lán og kaupsamninga.

G. Tómas Gunnarsson, 14.6.2008 kl. 13:57

3 identicon

Ég vil ekki hljóma neitt svaka neikvæður, eeeeen Eimskip hefur gefið það út að þeir þurfi að afskrifa í heildina 36 milljarða. Það er 10% af öllum jöklabréfum sem falla á gjaldaga næstu 12 mánuði.  Eða um 7% heildarútgjöld (áættluð) ríkisins fyrir árið 2008.

Þetta er bara eitt fyrirtæki. Geta þeir afskrifað þessa upphæð án þess að fara í gjörgæslu. Hvernig kom til þessa? Hvað með litla hluthafan? Eða innherja? mun einhver sæta ábyrgð? 

Hvernig er annars ástandið í Kanada. Eru stór gjaldþrot þar í burðaliðnum?  Þið eruð nú sennilega betur settir en US? 

gfs (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Siglingin hjá Eimskip verður ekki auðveld á næstu mánuðum.  Ég get ekki annað en endurtekið það að þörf er á því að Fjármálaeftirlitið fari almennilega ofan í saumana á öllu ferlinu.  Það þarf að koma í ljós hvað gerðist.  Almennir hluthafar eiga rétt á því að mínu mati að allt komi í ljós.

Það er líka umhugsunarvert hvers vegna stjórnendur telja sig þurfa á "sölutryggingu" að halda?  Óttast þeir að hlutabréfin falli í verði?  Líta þeir á fyrirtækið sem þeir stjórna þeim augum að þeir fjárfesti ekki í því án "tryggingar"?  Koma svo fram fjölmiðlum og brosa og segja allt í besta lagi og á uppleið?

Kanada stendur nokkuð vel, í það minnsta enn þá.  Kanada er enda ríkt land af náttúruauðlindum og umsvifamikið á "hrávörumarkaði", þannig að núverandi ástand er ekki alslæmt.

"Undirmálslánakrísan" hefur ekki nema að littlu leyti borist hingað, þó að einstaka fjármálastofnanir hafi þurft að afskrifa drjúgar upphæðir.

Húsnæðismarkaður hér er nokkuð góður, þó að blikur séu á lofti á sumum svæðum,  þar sem hækkanir hafa verið miklar á undanförnum misserum.  Enginn á þó von á verulegu umróti á húsnæðismarkaðnum sem heild.

Stærsta vandamálið sem nú blasir við, er erfiðleikar í iðnframleiðslu í Ontario.  Þar eru mestu vandræðin í bílaframleiðslu og tengdum greinum.  Fer þar saman sterkur Kanadadollar og óhentug framleiðsla (hér hefur verið framleitt mikið af pickuppum og jeppum).  Vandamálið er flóknara við það að fylkisstjórnin hér í Ontario hefur verið með skrítnar "niðurgreiðslur" fyrir þessi störf, bæði "gefið" og "lánað" bílafyritækjunum stórar upphæðir til að fá þau til að setja upp verksmiðjur hér.  Slíkt gefur aldrei góða raun til lengri tíma litið.  Í blönduna er svo bætt óhæfum verkalýðsfélögum og "búmm".

En í heildina er ástand hér gott.  Kanadamenn ennþá frekar bjartsýnir og jákvæðir.

En vissulega er það alltaf áhyggjuefni þegar stærsti viðskiptavinurinn á í erfiðleikum.

G. Tómas Gunnarsson, 16.6.2008 kl. 20:40

5 identicon

Takk fyrir þetta.

 Ég hef verið að skoða Kanada sem næsta búsetukost (Alberta)

Ég fæ kannski að vera í sambandi við þig á emaili seinna meir.

gfs (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 12:56

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Í Alberta hefur verið gríðarlegur uppgangur svo ekki sé sterkara að orði kveðið.  Þar hafa fleiri fengið vinnu en kæra sig um, eða þannig.  Eitt stærsta vandamálið hefur verið húsnæði, sem hefur fyrir vikið rokið upp í verði.  Eitthvað útlit er fyrir að jafnvægi sé að komast þar á og hefur verðið heldur verið að lækka.

En það er margt verra en að flytja til Kanada, þó að komið sé u.þ.b. 100 árum á eftir meginstraumi Íslendinga.

Eitt er þó há bölvað og það er "prósessinn" við að fá "visa" eða atvinnuleyfi.  Það hjálpar gríðarlega ef eitthvað fyrirtæki vill fá þig í vinnu (t.d. vegna tækni eða sérfræðimenntunar), en þetta getur verið heljarinnar mas og tekið langan tíma.

G. Tómas Gunnarsson, 17.6.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband