Er einhver hissa?

Það er regla frekar en undantekning að kostnaður hvað varðar opinberar byggingar vaxi með húsinu ef svo má að orði komast.

Það væri ef til vill ekki úr vegi að lesa örlítið af þessari fréttatilkynningu

Í dag undirrita Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, samkomulag  milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Austurbakka í Reykjavík að viðstöddum Vladimir Ashkenazy, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kór íslensku óperunnar.

...

Áætlaður heildarkostnaður við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss er tæpir 6 milljarðar króna. Kostnaður skiptist þannig að ríki greiðir 54% kostnaðar vegna hlutdeildar sinnar í verkinu og Reykjavíkurborg 46%.

En síðan eru liðin mörg ár og margt breyst við húsið.

En síðan er það oftast barnaleikur einn að reisa slík hús samanborið við það að reka þau.

Svo á eftir að taka allt sem gera þarf í kringum húsið en telst líklega ekki með í kostnaðinum við það sjálft.

En húsið verður líklega nokkurs konar minnismerki um "bruðlárin".

Því eru ekki allir Íslendingar farnir að spara?



 


mbl.is Tónlistarhús hækkar um fjóra milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband