Stóra bakaríismálið

Það hefur vakið mikla athygli á Íslandi upp á síðkastið að komið hefur í ljós að "bakað á staðnum", þýðir einmitt það, að bakkelsið sé bakað á staðnum, en ekkert meira en bakað.

Mikð af því sem er bakað á Íslandi er flutt inn frosið og slengt svo í ofn.

Hvort að það sé betra eða verra að bakkelsið hafi frosið áður en það er bakað get ég ekki sagt að ég hafi vit á.  Sjálfsagt er það líka mismunandi eftir tegundum bakkelsis.

En hitt er ljóst að það kann aldrei góðri lukku að stýra að halda ósannindum að viðskiptavinum sínum.  Það kann ekki öllu máli að skipta hvort að deigið er framleitt í Kópavogi eða Krakow, en ég er þeirrar skoðunar að viðskiptavinurinn eigi rétt á því að vita hvaðan varan er og í hvaða ferli hún hefur gengið í gegnum.

En þar erum við víst á öndverðri skoðun, "Sambandið" og ég, "Sambandið" telur nefnilega að neytandinn hafi ekkert með það að gera að vita hvort matvæli eru frá Grikklandi eða Grundarfirði, Íslandi eða Póllandi.  Það nægir víst að varan sé framleidd í "Sambandinu", eða á Evrópska efnhagssvæðinu.

Því er ekkert ólöglegt við að setja pólskt brauð í ofna á Íslandi án þess að taka það sérstaklega fram. 

En auðvitað er ljótt að ljúga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband