12.6.2008 | 02:49
Er eitthvað sett út í kaffið í Viðskiptaráðuneytinu?
Sá í dag að það hafði vakið athygli (en ekki hlátur eins og hjá mér) fleiri en mín, að viðskiptaráðherra skyldi vera með skófluna á lofti í Helguvík.
Þetta er hin ágætasta færsla, þó að hún komi frá öðru sjónarhorni en mínu, en það voru lokaorðin sem vöktu sérstaka athygli mína.
Kannski var einhverju laumað í kaffið hans. En ég hef á mér vara.
Það er engu líkara en samfylkingarmenn virðist sumir telja að ráðherrann hafi verið í annarlegu ástandi með skófluna í Helguvík. Að jafnvel hafi einhverju verið laumað í kaffið hans.
Ef til vill verður að líta á yfirlýsingar ráðherrans og embættisfærslur með þetta í huga.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Grín og glens, Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.