Skóflustunga að Fagra Íslandi tekin í Helguvík.

Ég get ekki að því gert að ég hló þegar mér var sagt að viðskiptaráðherra Björgnvin Sigurðsson hefði verið á meðal þeirra sem tóku fyrstu skóflustunguna að nýju álveri í Helguvík.

Ekki það að ég fagna uppbyggingu álversins og tel áframhaldandi iðnaðaruppbyggingu grunn að fallegra og betra þjóðfélagi á Íslandi.

Það hefur komið æ betur í ljós á undanförnum mánuðum að nauðsyn er fyrir Íslendinga að framleiða meira, flytja meira út, afla meiri tekna.

En það sem fékk mig til að hlæja er að viðskiptaráðherra (sem undir eðlilegum kringumstæðum væri afar eðlilegur kostur til skóflustungna af þessu tagi) skyldi taka þátt í athöfninni.  Ekki þar fyrir að ég hef áður minnst á það hér á blogginu að mér þyki hann einna fremstur á meðal tækifærissinna og lýðskrumara á Íslandi, en það var vissulega örlítið spaugilegt að einn af ráðherrum Samfylkingarinna sem hvað hæst hefur talað um "Fagra Ísland", skyldi taka skóflustungu að nýju álveri á svæðinu þar sem Ungir Jafnaðarmenn og Græna netið gróðusettu "vaxtasprota" fyrir til þess að gera fáum vikum.

Ef til vill hefur Björgvin stungið upp "vaxtarsprotana" og tekið þá með sér heim.

En auðvitað er rétt að fagna því þegar "vindhanar" snúast í rétta átt.  Ef til vill er byrinn fram á við nú um stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er fagnaðarefni ef hann er sömuleiðis orðinn fylgjandi því að virkja í Þjórsá.  Íslendingar hafa ekki efni á því að látá auðlindirnar streyma ónýttar til sjávar.

Ef til vill er byrinn með nýtingu auðlinda það sterkur að "vindhanarnir" stefna beint í þá átt.

Vonand breytist sú vindátt ekki.

G. Tómas Gunnarsson, 9.6.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Íslendingar hafa ekki efni á að láta auðlindirnar streyma ónýttar til sjávar."

Rektor Háskólans á Bifröst sér það sem markmið að við náum til landsins fleiri innflytjendum svo við Íslendingar náum þriggja milljóna fjölda innan fárra ára.

Það er nú það.

Hverjar verða framtíðarhorfur næstu þriggja kynslóða Íslendinga þegar við verðum búin að virkja allar auðlindir okkar?

En kannski er það eitt af því sem við höfum ekki efni á að hugsa um.

Vel á minnst! Af hverju hættu Norðmenn að virkja stór fallvötn?

Árni Gunnarsson, 10.6.2008 kl. 09:54

3 identicon

Norðmenn hættu að virkja fallvötn vegna þess að þeir eignuðust olíu.

Púki (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:11

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það hvað menn í Borgarfirði telja hæfilegan íbúafjölda á Íslandi kemur þeirri nauðsyn að Íslendingar nýti auðlindir sínar lítið við.

Hitt er að ég tel að álver henti Íslendingum vel, nýta orkuna, krefjast ekki gríðarlegs vinnukrafts (hef aldrei skilið þá ádeilu að álver skili fáum störfum, tel það einmitt kost hvað til þess að gera fáir starfsmenn skila miklum útflutningstekjum).

Sem betur fer hefur viðskiptahallinn dregist saman nú undandfarnar vikur, það má þakka samdrætti í innflutningi og auknum útflutningi.  Útflutningsaukninguna má að stórum hluta þakka stóriðju.

Ef vel er haldið á málunum, auðlindir nýttar og notaðar til jákvæðrar uppbyggingar, verða framtíðarhorfur næstu kynslóða Íslendinga á betri.

Það er ljóst að í framtíðinni geta Íslendingar ekki vænst þess að lifa af fiskveiðum og því að niðurgreiða landbúnaðarvörur fyrir velstæða Bandaríkjamenn.

G. Tómas Gunnarsson, 10.6.2008 kl. 17:07

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll.

Útflutningur eftir vinnslugreinum janúar-apríl 2007-2008 Hagstofan.

Gjaldeyris tekjur áætlaðar Jan til Apríl       Ál 49.0%  Ath þessi tala mun hækka þegar líður á árið 2008 greiningadeildir spá að ál fari í lok árs 52 til 55%

 Sjávarútvegur  43.4%    Ath. verðmæti lækka þar sem fullvinnsla er að færist í auknu mæli erlendis.   

 Útflutningsverðmæti áls mun í fyrsta sinn fara fram úr verðmæti útfluttra sjávarafurða á þessu ári samkvæmt útreikningum greiningardeildar Kaupþings . Vitna ég í Kaupþing á vef Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja.

Kaupþing segir einnig að samkvæmt útreikningunum megi búast við að útflutningsverðmæti áls aukist úr rúmum 80 milljörðum króna í um 170 á nú verandi gengi 28.05.2008 milljarða á þessu ári og verði komið í um 180 milljarða á árinu 2009.

Niðurskurður á þorskkvóta um þriðjung kemur hins vegar niður á útflutningnum og er reiknað með að kostnaður niðurskurðarins verði á bilinu 15 -20 milljarðar á ári.

Greiningardeild Kaupþings segir enn fremur að hagvöxtur næstu ára muni verða drifinn áfram af viðsnúningi í utanríkisviðskiptum þar sem álútflutningur muni aukast og innflutningur dragist saman í takt við minnkandi útgjöld þjóðarinnar.

Kv. Sigurjón Vigfússin

Rauða Ljónið, 10.6.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband