9.6.2008 | 19:41
Fagnaðarefni
Það er full ástæða til þess að fagna þessari niðurstöðu. Reyndar ekki síst ástæða til þess að fagna að ákvörðun hafi verið tekin. Það var löngu tímabært.
Nú þarf að reyna að vinna úr erfiðri stöðu, endurheimta fylgi og sækja fram.
Ég hef fulla trú á Hönnu Birnu til starfans og vona að hún eigi eftir að reynast vel sem borgarstjóri.
En Sjálfstæðisflokkurinn á erfitt verk fyrir höndum, þetta er skref í rétta átt, en nú verður að taka málin föstum tökum og taka á málunum.
Það er heldur ekki ólíklegt að það þurfi að taka fast á fjármálunum, því nú þegar niðursveiflan og samdrátturinn er í algleymingi er viðbúið að tekjur borgarinnar skreppi hressilega saman. Á sama tíma má allt að eins búast við að kröfurnar um eyðslu aukist.
Það er því ekki auðvelt starf sem er fyrir höndum, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur 2 ár til að skila árangri í borginni.
Það eru ár sem mega ekki fara forgörðum.
Hanna Birna oddviti strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.