8.6.2008 | 02:32
Gullkorn frá foringjanum
Móðir drengsins var eitthvað að reyna að siða hann til núna seinnipartinn. Sem oftar virtist það hafa frekar takmörkuð áhrif á drenginn og þolinmæði konunnar fór að þverra.
Lét hún því þau orð falla, sem líklega flestir foreldrar hafa notað í samskiptum við ómegðina, "það er engu líkara en að allt sem ég segi fari inn um annað eyrað á þér og út um hitt."
Sá stutti lét sér hvergi bregða og svaraði spontant: "Já, og ég hef ekki hugmynd um hvert það fer eftir það."
Siðapistillinn varð ekki lengri að sinni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.