7.6.2008 | 01:54
Dagar múrmeldýranna
Það styttist óðum í kappaksturinn í Montreal, eins og ég hef áður sagt er ég ekki mjög bjartsýnn fyrir hönd Ferrari, en vissulega vona ég alltaf hið besta.
En Hamilton á góðar minningar frá Montreal, þar vann hann sinn fyrsta pól og fyrsta sigur í fyrra. Það er því ekki við öðru að búast en að hann komi sterkur til leiks.
En vonandi verður um spennandi keppni að ræða og óskandi auðvitað að mínir menn standi uppi sem sigurvegarar að lokum.
Það er svo að lokum rétt að taka það fram að dýrið sem sleppur naumlega frá bíl Hamilton er ekki bjór. Ef ég sé rétt leikur enginn vafi á því að um er að ræða múrmeldýr (groundhog). Alla vegna minnir mig að Íslenska heitið sé múrmeldýr, þó að vissulega mætti segja að rökréttara væri að kalla þau jarðsvín, eða jarðgelti.
Ralf Schumacher slapp naumlega við að keyra á múrmeldýr í fyrra, en Anthony Davidson var ekki svo heppinn og fékk eitt stykki á bílinn. Hann hélt því reyndar fram að hann hefði keyrt á bjór, og kann að vera að þessi misskilningur sé þaðan kominn.
En mikið af múrmeldýrum lifir í kringum brautina í Montreal og er reynt að fækka þeim nokkuð fyrir keppnir, með því að veiða þau í búr (gulrætur sem agn) og flytja þau í burtu.
Hámarkshraði múrmeldýra er u.þ.b. 15 km á klukkustund og eiga þau því erfitt með að forða sér ef þau hætta sér út á brautina. En þau eru vissulega í góðum "stæðum" á meðan á keppninni stendur.
Hamilton hraðskreiðastur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjórinn er orðinn að múrmeldýri í myndatextanum, hann er víst talsvert stærri, ekki satt. Takk fyrir ábendinguna og tek undir með þér, að vonandi verður kappaksturinn spennandi og skemmtilegur.
Ágúst Ásgeirsson, 7.6.2008 kl. 07:34
Það var lítið að þakka. Ef einvher á að þekkja þessi dýr í sundur eru það auðvitað við hér í Kanada. Bjórinn enda á 5 centa peningnum. En það er rétt hann er mun stærri og öflugra dýr.
Ég er næsta viss um að keppnin verður spennandi. Spurningin hvort að rignir.
G. Tómas Gunnarsson, 8.6.2008 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.