33

Eftir frekar svalt vor og upphaf sumars hér í Toronto, skall það á í dag.  Hitinn sem var sakleysislegar 19° í gærdag skellti sér í 33 gráður í dag.  Það sem meira er, ef rakinn er tekinn með í reikninginn, var þetta eins og u.þ.b. 42 til 43°.

Bjórárfjölskyldan fékk þá (eftir á að hyggja slæmu) hugmynd að skreppa út fyrir borgina og hreyfa sig aðeins í fersku skógarlofti og viðra ómegðina.

Það var svo heitt í skóginum að enginn nennti að hreyfa sig nema moskítóflugurnar.  En hreyfingin gerir það vissulega svangar.  Eins og oftast áður eru þær moskítóflugur sem fjölskyldan hittir fyrir sérlega matvandar og láta ekki bjóða sér hvað sem er.  Því er það eingöngu húsbóndinn sem er snæddur.  En þeim mun hraustlegar.  Ég held að ég hafi fengið u.þ.b. fyrstu 15 bit sumarsins eða svo í dag.

Flýttum okkur heim aftur.  Vodki útvortis og Tékki innvortis.  Líðanin fer skánandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband