Af prófkjörum

Það eru margar hugsanair sem fljúga í gegnum hugann að þessari stóru prófkjörshelgi lokinni.

Ekki get ég neitað því að mér kom það nokkuð á óvart að Árni Johnsen skyldi ná öðru sætinu, en kjósendur haf ekki rangt fyrir sér.  Þeir velja listann.  Sjálfur hefði ég ekki kosið hann til að gegna þingmennsku, en það er vissulega misjafn smekkurinn. En það má ekki vanmeta "hreppapólítíkina" og styrk eyjamanna í henni. 

Ég held að ég verði að blogga meira um "hreppapólítíkina" seinna.

Persónulega líst mér ekkert sérstaklega á lista sjálfstæðismanna í "suðrinu", en ég hef svo sem ekki sterka tilfinningu fyrir því kjördæmi, eða mikil tengls eða upplýsingar þaðan, en ég yrði ekki hissa þó að það yrði það kjördæmi sem myndi verða "vonbrigðin" fyrir Sjálfstæðisflokkinn í vor.

"Kraginn" kemur hins vegar með feykisterkan lista, þó að ekki sé hann laus við "hreppapólítíkina" frekar en aðrir listar (að Reykjavíkurlistunum undanskildum).  Ég sé Sjálfstæðisflokkinn vinna einn einn stórsigurinn í vor í "Kraganum", þar gætu hafst 6 þingmenn á góðum degi.

Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík vekur líka margar spurningar. Ég held (eins og svo margir aðrir) að stóri sigurvegarinn í því prófkjöri sé Össur Skarphéðinsson.  Ég get ekki litið öðruvísi á málin.  Það er engin ósigur þó að formaður fái ekki nema 70% atkvæða í 1. sætið, en formaður sem enginn býður sig fram á móti? 

Og hver er staða varaformanns, þegar talað er  um það sem stórsigur að hann nái 4. sæti í prófkjöri?  Ég held að sigur Helga Hjörvars teljist meiri en varaformannsins, hann kemur sterkur inn.

Það hlýtur líka að vekja athygli að öll forysta flokksins er í Reykjavík.  Formaður, varaformaður og þingflokksformaður.  Og forystan trekkir ekki nema tæplega 4900 manns til að taka þátt í prófkjöri í Reykjaví, sem var hálf opið í þokkabót.  Færri greiða atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík en gerðu hjá sama flokki í bæði Suðurkjördæmi og "Kraganum".

Er það dómur yfir þeim frambjóðendum sem voru í boði, ekki síður en hvernig atkvæðin skiptust á milli þeirra?

8. sætið er "bólstrað" með "nýjum" frambjóðenda, en það verður líklega að teljast baráttusætið, hljómar kunnuglega fyrir fyrrverandi R-listamenn, en það er eitthvað sem segir mér að borgarstjórinn fyrrverandi verði ekki þingkona, alla vegna ekki í bráð.

Jamm, þetta var skrýtin helgi.


mbl.is Kjartan endaði í þriðja sæti í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband