Að fara upp í kjallarann

CN turninn er merkileg bygging og þangað er gaman að koma. Turninn er enda "must see" fyrir þá sem koma hingað til Toronto.

Þetta er samt nokkuð merkileg frétt sem sést hefur víða.  Það virðist sem sé að vín geti ekki verið geymt nema í kjallörum.  Hvar það sem vín er, þar er kjallari myndi þetta líklega hljóma úr munnum sunnlenskra ráðherra.

Vín eru ekki geymd í víngeymslum, þau eru geymd í kjallörum, hvort sem "kjallarinn" er í hálfs kílómetra hæð eður ei. 

Líklega verð ég að fara að flytja allt vín af jarðhæðinni, ella verðfellur húsið þar sem ég hefði aðeins upp á að bjóða kjallara á tveimur hæðum.

Hitt efast ég ekki um að víngeymsla 360° er án efa hæst staðsetta víngeymsla í heimi, enda CN turninn hæsta bygging heims, þó að mér skiljist að sá titill glatist innan tíðar.  En það breytir því ekki eins og áður sagði, að þangað er gaman að koma, hvort sem drukkið er kjallaravín eður ei.


mbl.is Vínkjallari í 351 metra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband