12.11.2006 | 15:03
Af armapólítík og Gođmundi kóngi
Fyrir alla áhugmenn um "armapólítík" og greiningar á henni er nauđsynlegt ađ halda til haga ţeirri dagbók Ţráins Bertelssonar sem birtist í Fréttablađinu í gćr, á prófkjörsdegi Samfylkingarinnar ţann 11. nóvember 2006.
Ţar fer "Tógóski töfralćknirinn" og "Spes" vinur Össurar á nokkrum kostum, og verđur varla séđ ađ ađ af meiri innlifun hafi veriđ skrifađ um "armapólítík" síđan sá hinn sami Össur skrifađi um Sjálfstćđisflokkinn. Ţó er Ţráinn heldur stífari í stílnum og lćtur hann síđur taka framsćtiđ frá sannleikanum en Össur og munu menn líklega skiptast í tvćr fylkingar um hvort sé ćskilegra.
En birtum hér part úr fyrrnefndri dagbók:
"Össur er ekki af Sturlungaćtt heldur af hinu friđsama Fremrahálskyni og hefur sérhćft sig í eitursnjöllum greiningum á innvortis átökum íslenskra stjórnmálaflokka, einkum svíđur sjálfstćđis- og framsóknarmenn undan penna hans.Í kröníku Össurar um íslenska samtímapólitík er ţó ein eyđa sem sagnfrćđingar framtíđarinnar eiga eftir ađ harma mjög. En ţannig er ađ ţessum snilldarpenna hefur alveg láđst ađ beina broddi sínum ađ ástum sinna samlyndu samherja í Samfylkingunni. Enda er ţađ svo ađ mala domestica graviora sunt lachrimis eins og Brynjólfur heitinn biskup sagđi ţegar búiđ var ađ fífla heimasćtuna og ku útleggjast ţannig: Heimilisböl er ţyngra en tárum taki.Ekki svo ađ skilja ađ ég hafi innsýn Össurar í vargöld íslenskra stjórnmála en ţegar ég lít í átt til hans og Samfylkingarinnar kemur mér í hug prýđilegt kvćđi eftir Grím Thomsen (fyrrum alţingismann) ţar sem segir m.a.Horn skella á nösum
og hnútur fljúga um borđ,
hógvćr fylgja orđ,
en ţegar brotna hausar og blóđiđ litar storđ
brosir ţá Gođmundur kóngur.
Dagbókina má finna í Fréttablađinu hér.
Reykjavík er eftir, eru lokaorđin í tilvitnuninni, en allir vita nú hvernig fór ţar. "Gođmundur kóngur" vann ţar nokkurn sigur, ţó hann reyndi eigi ađ endurheimta hásćti sitt.
Ef til vill fer best á ađ enda ţetta blog međ vísunni sem kemur á undan ţeirri sem Ţráinn birti í dagbókinni, en hún hljóđar svo:
Á Glćsivöllum aldrei
međ ýtum er fátt,
allt er kátt og dátt.
En bróđerniđ er flátt mjög og gamaniđ er grátt,
í góđsemi vegur ţar hver annan.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dćgurmál, Fjölmiđlar, Vefurinn, Vísur og ljóđ | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.