Að velja málefni - atkvæði og ákvarðanir

Ég verð að segja að þó að ég sé þeirrar skoðunar að best fari á að flugvöllurinn fari, þá finnst mér þetta merkileg niðurstaða úr skoðanakönnuninni.  Þó að alltaf beri að hafa fyrirvara hvað varðar skoðanakannanir, þó er þetta nokkuð afgerandi niðurstaða.

En hvað er flugvöllurinn mikilvægur í hugum fólks?  Hvar í "forgangsröðinni" er hann?

Nú er fast að 60% í þessari skoðanakönnum sem lýsir þeirri skoðun sinni að þeir vilji flugvöllinn á sínum stað.  Að hann verði um kyrrt í miðborginni.

En eini borgarfulltrúinn sem hefur afdráttarlaust lýst þeirri skoðun sinni að hann vilji ekki hrófla við flugvellinnum, er með "pilsnerfylgi" í skoðanakönnunum.

Því virðist sem að þessi staðfasta skoðun Ólafs nægi ekki til borgarbúar gefi honum atkvæði sitt. Borgarbúar styðja helsta baráttumál Ólafs F., en ekki Ólaf F.  Meirihluti borgarbúa vill flugvöllinn á sínum stað, en vill koma til valda flokkum sem vilja flugvöllinn í burtu.

Þetta er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt.  Það eru auðvitað mörg önnur mál sem skipta borgarbúa meira máli, og ráða meiru um hvernig þeir greiða atkvæði.

Það væri gaman að sjá könnum yfir hvaða mál borgarbúar setja í oddinn í kosningum.  Bæði að þeir væru beðnir að nefna þau, og svo að velja úr málum sem væru borin undir þá.

 
mbl.is Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband