26.5.2008 | 16:09
Alonso.... á rauðum Ferrari?
Það hefur aldrei vantað sögusagnir og flugufregnir í Formúluna. Eins og gengur reynast sumar réttar, en jafn margar eða fleiri rangar.
En þessi saga hefur það með sér að hún er trúleg. Þessi niðurstaða myndi henta báðum aðilum. Ferrari vill hafa góða ökumenn, og hún hentar Alonso eiginlega enn betur. Ekkert er nefnilega góðum ökumönnum nauðsynlegra en að hafa samkeppnishæfan bíl.
Alonso hefur orð á sér fyrir að vera ökumaður sem vinnur vel með tæknideildinni og kemur því vel til skila hvað sé að. Það er stór kostur.
Svo er hann ekki alveg óvanur að nýta sér gögn frá tæknimönnum Ferrari. :-)
En við sjáum hvað setur.
Alonso sagður hafa samið við Ferrari fyrir 2010 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þé nefnir það réttilega að þetta er sögusögn. Og í því ljósi ber að skoða málið. En það er með ólíkindum hvað mikið af því sem fer af stað sem orðrómur reynist síðan eiga við rök að styðjast. Þess vegna skrifa ég svona fréttir. Gef mér þó aldrei fyrirfram að sögusagnir eigi eftir að reynast réttar - svona fréttir eru frekar krydd í fréttaflórunni.
Ágúst Ásgeirsson, 26.5.2008 kl. 20:47
Það er ekkert að því að birta fréttir byggðar á orðrómi, svo lengi sem það er tekið fram, orðrómur er "partúr af programmet" ef svo má að orði komast.
Það er bara gaman fyrir áhugamenn að heyra orðróm og sögusagnir, það færir okkur nær "aksjóninni".
G. Tómas Gunnarsson, 26.5.2008 kl. 23:57
Já það er gaman að heyra hvaða sögusagnir eru á kreiki enda er það stór hluti af formúlunni.
Annars þykir mér ekki efnilegt ef Ferrari fái spánverjann til sín þar sem Raikkonen er fyrir og gæti það leitt til sömu vandamála og Mclaren áttu við að etja með þá Hamilton og Alonso. Miklu nær væri fyrir þá að reyna að véla til sín unga og efnilega ökuþóra sem eru heimsmeistar framtíðarinnar til að taka við af Raikkonen t.d. Sutil eða Vettel.
Steinn Hafliðason, 27.5.2008 kl. 01:22
Þ.e.a.s. taka við af Raikkonen í fyllingu tímans.
Steinn Hafliðason, 27.5.2008 kl. 01:23
Það er nú ekki eins og Alonso sé gamall, hann er aðeins 26 ára. Verður 28 árið 2010.
Ég held að það sé ekki alt unnið með því að hafa ökumennina unga. Ágætt að láta þá keyra af sér hornin hjá "minni liðum" eins og Renault og McLaren.
Þess má geta til gamans að Michael Schumacher var á mjög svipuðum aldri, að ég held 27. ára þegar hann kom til Ferrari. Það gaf ágæta raun.
G. Tómas Gunnarsson, 28.5.2008 kl. 03:14
Þá stendur eftir sem áður sú hætta að Ferrari lendi í sömu krísu og Mclaren þar sem Raikkonen er fyrir og er vonandi ekki á útleið. Ég er ekki sannfærður að það sé gott að hafa tvo heimsmeistara í sama liði.
Steinn Hafliðason, 28.5.2008 kl. 14:11
Það er spurning hver ending Kimi verður. Einhvern veginn lítur hann ekki út fyrir að keyrar kappakstur fram á "gamals" aldur eins og sumir aðrir ökumenn hafa gert og gera.
Því þó að Kimi sé feikna góður ökumaður, þá hef ég það oft á tilfinningunni að hann sé ekki 100% í vinnunni. Persónulega tel ég að hann gæti verið mun betri ökumaður, en hann vantar "stálið", en hefur hæfileikana.
Það er að hluta til skýringin á því hve "misvindasamur" hann er.
G. Tómas Gunnarsson, 28.5.2008 kl. 21:16
Þessar sögusagnir ætla að verða "lífseigar" með Alonso og Ferrari. Við megum ekki gleyma því að Ferrari er með tvo mjög góða ökumenn fyrir og get ég ekki með nokkru móti séð að öðrum þeirra sé ofaukið. Ég er alveg sammála Steini Hafliðasyni, þess efnis að ef Alonso kæmi til Ferrari myndi það kalla á fleiri vandamál en það leysti. Ekki er það "stórmannlegt" að kalla Renault og McLaren "minni" lið þótt maður sé fylgismaður annars liðs, því það vita allir sem eitthvað fylgjast með formúlunni að þetta er ekki rétt.
Jóhann Elíasson, 29.5.2008 kl. 07:46
Þessar sögusagnir eru alls ekki ólíklegar.
Í fyrsta lagi er eðlilegt að hugsa til framtíðar. Sjálfur hef ég efasemdir um hver ending Raikkonen verði, þó að hann sé góður ökumaður. Ég á ekki von á því að hann verði 10 ár hjá Ferrari líkt og Schumacher. Hann er ekki ökumaður af þeim "klassa".
Hitt er svo að ég tel að tíð "Batmans og Robins" sé liðin í Formúlunni. Liðin verða að aðlaga sig að breytingum og reyna að tefla fram tveimur ökumönnum, sem lögð er nokkuð jöfn áhersla á. Það gerir keppni til meistaraitils erfiðari, en Formúlan þarf að öllum líkindum á því að halda.
"Minni lið" var sett inn í gæsalappir af nákvæmlega þeim sökum sem Jóhann nefnir. En persónulega finnst mér ekkert athugavert við að "skjóta" á önnur lið. Það þýðir ekki að ég ætli að taka upp rifilinn.
En sumir kjósa lífið þurrt og leiðinlegt. Ég er ekki einn af þeim.
G. Tómas Gunnarsson, 29.5.2008 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.