Engin villa

Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart.  Það er enda eðlilegast að sá sem skipar annað sætið taki við þegar sá í fyrsta forfallast, eða er rúinn trausti eins og staðan er í þessu tilfelli.

En þó að ég fagni þessari niðurstöðu, þá verð ég að vekja athygli á aðal niðurstöðu þessarar könnunar.  Það er að sjálfsögðu slæm staða Sjálfstæðisflokksins og góð staða Samfylkingar.

Þó að hér sé aðeins um könnun að ræða, sem ekki er ástæða til að taka eins og staf á bók frekar en aðrar kannanir, er þessi niðurstaða keimlík því sem búast mátti við.

Hópur sem ekki getur komið sér saman um innbyrðismál, þarf ekki að eiga von á því að borgarbúar séu áfjáðir að fá honum í hendur stjórn á sínum málum. 

Þetta er brýnt mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn að leysa, og grundvallaratriði svo að uppbyggingin geti hafist.  Það liggur á að nýta þau tvö ár sem eru til kosninga - bæði.


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband