26.5.2008 | 03:21
Sumar og tímaflakk
Það er útlit fyrir að það sé loksins komið alvöru sumar hér að Bjórá. 24 gráður í dag og í alla staði blíðskaparveður, eftir annars frekar kalda tíð undanfarið.
Nú er enda unnið hörðum höndum í garðinum, búið að planta út tómatplöntum, pota niður baunum og sitthverju fleira. Radísur komnar upp úr jörðinni og jarðarberjablóm lofa öllu fögru.
Á fimmtudaginn brugðum við okkur í "Árbæjarsafnið" hér í Toronto, en þar eru gömul hús og aðrar skyldar byggingar. Gömul mylla og sitthvað fleira. Ennfremur eru húsdýr á svæðinu og starfsfólk klæðir sig upp í gömlum móð.
Á vorin heimsækja skólarnir gjarna þetta safn og sumir ganga svo langt að bæði börn og kennarar klæða sig upp.
Í takt við stemmninguna, koma hér nokkrar svarthvítar myndir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.