Viðburðarrík vonbrigði

Það vantaði ekki viðburði í kappaksturinn í Monaco sem oft áður. Mikið um að vera og mikill atgangur.  En úrslitin glöddu ekki nema að litlu leiti.

Ég var nú ekki bjartsýnn fyrir Monaco, en þó blossuði vonin upp eftir gott gengi minna manna í tímatökunum.  En það fór fyrir lítið og hvorki Massa né Raikkonen áttu góðan dag, Raikkonen hreinlega herfilegan.

En þó að Hamilton hafi verið vel að sigrinum kominn, er ég ekki sammála því að hann hafi gert fæst mistök.  Þann titil fær líklega Sutil.  Það var hreinlega grátlegt að horfa á Raikkonen renna í afturendann á honum og eyðileggja fyrir honum frábæra keppni.

Það voru reyndar akstursmistök Hamilton sem áttu líklega stóran þátt í því að færa honum sigurinn, því hefði hann ekki rekist í vegginn, snemma í keppninni, efast ég um að hann hefði haft sigur.  En McLaren liðið vann stórkostlega úr þeim mistökum og með smá heppni færði það Hamilton verðskuldaðan sigur.

Kubica stóð sig sömuleiðis afar vel og Vettel kom skemmtilega á óvart.

En þetta galopnaði keppnina um meistaratitilinn og næstu keppnir verða þeim mun meira spennandi fyrir vikið.


mbl.is Hamilton gerði fæst mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband