Það var um miðjan dag einn í Monaco ...

Það var ljúft að horfa á tímatökuna nú í morgunsárið hér í Kanada.  Það kom mér nokkuð á óvart að Ferrari skyldi ná að einoka fremstu línuna, en það er nú aldeilis ekki ástæða til þess að kvarta.

Hvergi er póllinn jafn mikilvægur og í Monaco, hvergi eru minni möguleikar á því að fara fram úr, hvergi eru möguleikarnir á því að detta úr leik meiri.  Sérstaklega ef að rignir eins og spár virðast gera ráð fyrir að sé möguleiki á á morgun.

En þetta lítur vel út, en auðvitað er langt í frá að sigurinn sé í höfn, Monacobrautin kemur iðulega á óvart og hefur skilað ótrúlegustu ökumönnum í verðlaunasæti. 

En það verður gaman að fylgjast með í fyrramálið, þetta verður eins og venjulega spennandi keppni.

P.S.  Hörkuárekstur hjá DC.  Það er alltaf jafn "óraunverulegt" að hlusta á viðtöl við ökumenn sem maður hefur horft á klessa bílinn líkt og í þessu tilviki, nokkrum mínútum áður.  En DC var hvergi banginn.


mbl.is Ferrari á fremstu rásröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband