Ríkisstjórn allra landsmanna

Það hefur oft verið sagt að það sé erfitt að gera öllum til hæfis.  Sérstaklega hefur þetta oft reynst stjórnmálamönnum erfitt.

Íslenska ríkisstjórnin virðist hafa fundið lausn á þessu vandamáli, alla vegna til bráðabirgða.  Hún skiptir einfaldlega liði.

Þannig er ríkisstjórnin bæði fylgjandi og á móti hrefnuveiðum og sumir ráðherrar senda meira að segja frá sér yfirlýsingar um að þeir séu á móti ákvörðunum annarra ráðherra. 

Þetta tryggir að hvort sem kjósendur eru með eða mótfallnir hvalveiðum, eiga þeir sér öruggt skjól hjá ríkisstjórninni og þurfa ekki að leita annað.

Sama má segja um aðild Íslendinga að "Sambandinu", það mál er ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni, en u.þ.b. helmingur hennar getur þó varla stigið nokkurs staðar á stokk án þess að dásama títtnefnda aðild og segja Íslendingum og umheiminum að gjaldmiðill sá er Íslendingar noti sé ekki á vetur setjandi.

Þess vegna geta hvoru tveggja svarnir andstæðingar sem hörðustu "Sambandssinnar" sameinast í stuðningi sínum við ríkisstjórnina.

Svona má lengi telja og má finna flestum skoðunum talsmann innan ríkisstjórnarinnar.

Sannarlega ríkisstjórn allra skoðana og þar af leiðandi allra landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband