Gefur Samfylkingin upp skoðun sína hvað varðar ESB

Nú er mikið rætt um þjóðaratkvæðagreiðslur.  Margir vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að Íslendingar eigi að hefja aðildarviðræður við "Sambandið".  Flestir ef ekki allir eru svo sammála um að ef farið verði í aðildarviðræður, verði niðurstaða þeirra lögð undir þjóðina í atkvæðagreiðslu.

Ég velti því fyrir mér hvort að ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar muni gefa upp afstöðu sína til þessarra mála, eða hvort þeir muni fylgja "Hafnarfjarðarleiðinni" sem naut eins og kunnugt er töluverðra vinsælda innan flokksins þegar svipuð kosning fór fram í Firðinum.

Ef mig misminnir ekki voru flestir forystumenn flokksins sammála því að það væri ekki tilhlýðilegt að kjörnir fulltrúar flokksins gæfu upp afstöðu sína og hefðu þannig áhrif á kosninguna.

Skyldi eitthvað hafa breyst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband