19.5.2008 | 02:17
Að gefa eftir skatta
Ég held að þetta sé hið ágætasta mál. Styrkir samkeppnisstöðu Íslands og dregur úr þörf Íslenskra fyrirtækja fyrir eignarhaldsfélög t.d. í Hollandi. Það er engin ástæða til annars en að fagna skattalækkunum.
En það er eitt sem mér finnst skrýtið við þessa framkvæmd.
Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að það stæðist ekki lög að hækka skatta afturvirkt. Það gæti t.d. ekki staðist að tilkynna að nú hefði skattar verið hækkaðir fyrir árin 2005 og 2006 og allir þyrftu að borga pínulítið meira.
En er þá löglegt að lækka eða fella niður skatta afturvirkt?
Án þess að ég geri mér grein fyrir þvi hve mörg fyrirtæki (ef einhver) hafa ákveðið á sínum tíma að gjalda keisaranum það sem keisarans er og greiða einfaldlega skatt af söluhagnaðinum frekar en að fresta greiðslunni.
Eiga þau fyrirtæki þá rétt á endurgreiðslu í dag?
Söluhagnaður fyrirtækja vegna hlutabréfa skattfrjáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.